Menningarnótt, Ókeypis viðburður

Event poster

Tangóball í Silf­ur­bergi | Harpa á Menn­ing­arnótt

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 23. ágúst - 16:00

Salur

Silfurberg

Komið í Hörpu og stígið argentínskan tangó í Silfurbergi á Menningarnótt.

Á milli 16 - 16:30 bjóða tangódansararnir Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadya upp á kennslu í argentínskum tangó.

Frá 16:30 - 17:30 verður boðið upp á Milonga þar sem dansgólfið verður opið fyrir alla, bæði þaulvana og splunkunýja dansara. DJ Byndís þeytir dansvænni tangótónlist. Öll hjartanlega velkomin. Komið með eða án dansfélaga.

Hvar: Í Silfurbergi
Hvenær: 23. ágúst frá 16 - 17:30
Fyrir hverja: Fyrir öll þau sem hafa gaman af að dansa
Gestir geta notið viðburðarins óháð móðurmáli
Aðgangur ókeypis

Viðburðurinn er liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt.

--

Tangóinn er ættaður frá Buenos Aires í Argentínu en í honum sameinast dans, tónlist og ljóð. 

Tangó er spuni; hver dans er einstakur og verður til um leið og parið dansar saman. Spuninn byggir á grunnskrefum en býr jafnframt yfir ótal mörgum þáttum sem geta skapað aukna dýpt, mýkt og kraft sem gerir dansinn einstaklega áhugaverðan og spennandi.

Tangó er félagslegt fyrirbæri, fólk hittist á tangóstöðum, sem kallast Milonga til þess að dansa tangó. Argentínskur tangó hefur farið sigurför um allan heim og hefur orðið ævilangt áhugamál og ástríða fjölmargra enda má nú dansa tangó í öllum heimshornum.

Bryndís og Hany eru fyrstu atvinnukennararnir á sviði tangós á Íslandi og hafa gegnt lykilhlutverki í að byggja upp tangósenu á Íslandi. Þau hafa dansað tangó saman um langt skeið og numið hjá mörgum af helstu tangókennurum heims. Þau eru stofnendur og kennarar við Tangóstúdíó.

Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 23. ágúst - 16:00

Silfurberg

Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld.

a large room with tables and chairs set up for a party

Næstu viðburðir í Silfurbergi