Sígild og samtímatónlist, Tónlist
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 9. ágúst - 16:30
Salur
Hörpuhorn
Vinnustofa með Lilju Maríu Ásmundsdóttur
Taktu þátt í skapandi vinnustofu með tónskáldinu og listakonunni Lilju Maríu Ásmundsdóttur. Hún leiðir þátttakendur í gegnum heim grafískrar nótnaskriftar: aðferðar við að skrifa tónlist sem krefst ekki hefðbundinnar nótnaskriftar, heldur ýtir undir ímyndunarafl og skapandi tjáningu í gegnum myndrænar lýsingar á tónlist.
Engin fyrri reynsla er nauðsynleg fyrir þátttöku í vinnustofunni, hún er opin öllum forvitnum.
Þessi vinnustofa er góður inngangur að tónleikum Temporal Harmonies Inc., Quarter-Life Crisis, sem fara fram síðar sama kvöld. Þar verður áhorfendum boðið að skrifa sín eigin grafísku verk á meðan tónleikunum stendur, sem verða síðan túlkuð af hljóðfæraleikurum hópsins í seinni hluta tónleikanna.
Hátíðardagskrá Seiglu, upplýsingar um flytjendur og aðra viðburði má finna á www.seiglafestival.com.
Harpa er sérstakur styrktaraðili Seiglu 2025. Tónlistarhátíðin Seigla er einnig styrkt af Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns, Ýli, Listaháskóla Íslands og Íslenska Schumannfélaginu.
Viðburðahaldari
Seigla
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 9. ágúst - 16:30
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn