Sígild og samtímatónlist, Tónlist
Verð
0 kr
Næsti viðburður
föstudagur 8. ágúst - 19:00
Salur
Hörpuhorn
Opnunarhátíð Seiglu fer fram í Hörpuhorni - komdu og fáðu þér drykk áður en fyrstu tónleikar hátíðarinnar hefjast ásamt flytjendum, skipuleggjendum og aðstandendum.
Þetta er einstakt tækifæri til að hittast og fagna upphafi helgar stútfullri af fjölbreyttum viðburðum. Hátíðardagskrá og tónlistarfólk Seiglu verður kynnt og svo leiðum við inn í helgina með tónlistarflutningi frá nokkrum af flytjendum hátíðarinnar.
Hátíðardagskrá Seiglu, upplýsingar um flytjendur og aðra viðburði má finna á www.seiglafestival.com
Harpa er sérstakur styrktaraðili Seiglu 2025. Tónlistarhátíðin Seigla er einnig styrkt af Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns, Ýli, Listaháskóla Íslands og Íslenska Schumannfélaginu.
Viðburðahaldari
Seigla
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
föstudagur 8. ágúst - 19:00
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn