Skoð­un­ar­ferðir

Upplifðu töfra Hörpu. Margverðlaunað listaverk sem milljónir hafa heimsótt frá opnun.

Skoðunarferð um Hörpu er ógleymanleg upplifun. Leiðsögumenn segja þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er.

Skoðunarferðin tekur 45-60 mínútur og fer fram á íslensku eða ensku, eftir þjóðerni hópsins. Verð fyrir ferðina er 4.900 krónur og frítt er fyrir 12 ára og yngri. Námsmenn, eldri borgarar, öryrkjar og aðilar í hópum yfir tíu manns greiða 4.400 krónur. Miðar með afslætti fást í miðasölu á jarðhæð Hörpu

Kaupa miða

Aðgangur fyrir hreyfihamlaða

Skoðunarferðin er aðgengileg að öllu leyti fyrir viðskiptavini sem notast við hjólastól eða eiga erfitt með gang.

Athugið að ferðir geta fallið niður með stuttum fyrirvara. 

Leið­sögu­menn

Baldvin Hlynsson

Baldvin Hlynsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarsenunni. Hann hefur unnið sem pródúsent í hljóðverum og hljómborðsleikari á sviði með fjölmörgum listamönnum. Baldvin hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2017 sem bjartasta vonin í djass- og blúsflokki í kjölfar plötu sinnar „Renewal”. Vorið 2021 útskrifaðist Baldvin frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi með B.A. gráðu í djasspíanóleik.

Jara Hilmarsdóttir

Jara Hilmarsdóttir er klassískt menntuð söngkona. Hún er nýútskrifuð með bakkalárgráðu frá tónlistarháskolanum í Köln, Þýskalandi, en skólinn er stærsti tónlistarháskóli Evrópu og var Jara ein af þremur sem tekin voru inn á fyrsta ár til bachelor gráðu í klassískum söng haustið 2018. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við fjölda tilefna bæði á Íslandi og erlendis og það er gaman að segja frá því að hún hefur sungið í öllum sölum Hörpu, hvort sem það var með kór eða sem einsöngvari.

Harpa að utan

Hjúpurinn

Eldborg