Eldborg, Harpa – Martin Liebscher

a large orchestra is playing in a large auditorium .

Þýski listamaðurinn Martin Liebscher hefur fært Hörpu að gjöf stórbrotið verk sitt Eldborg, Harpa. Í verkinu hefur hann sett sig sjálfan í hvert einasta sæti Eldborgar og sameinað þúsundir mynda í eina magnaða panorama-mynd. Með þessari gjöf verður Harpa hluti af safni alþjóðlegra tónlistar- og menningarhúsa sem Liebscher hefur heiðrað með list sinni.

Á Menningarnótt verður opnun á sýningu á verkinu Eldborg, Harpa eftir þýska listamanninn Martin Liebscher á jarðhæð Hörpu. Martin mun vera viðstaddur opnunina og spjalla við gesti og gangandi um tilurð verksins, framkvæmd og annað sem áhuginn leitar.

Nánar um viðburð

Martin heimsótti Hörpu haustið 2022 og skapaði þar óvenjulega víðmynd í Eldborg. Í stað þess að treysta á stafræna tækni settist hann sjálfur í öll sæti salarins og tók mynd af sér í hverju einasta sæti. Það tók tvö kvöld fyrir hann og aðstoðarmann að taka yfir 5.000 ljósmyndir sem síðan voru sameinaðar í eina stórfenglega panorama-mynd.

Smelltu hér til að skoða myndina betur, hægt er að þysja inn og út.

Smelltu hér til að skoða myndband af tökuferlinu.

Einstök aðferð og áhrif

Martin Liebscher er þekktur fyrir að skapa víðmyndir í heimsfrægum tónlistar-, óperu- og leikhúsum. Þar birtist hann sjálfur í hverju sæti – bæði sem áhorfandi, stjórnandi og tónlistarmaður. Með þessu líkir hann eftir upplifun gesta þegar þeir líta yfir salinn, fylgjast með stjórnandanum og tónlistarfólkinu. Listamaðurinn starfaði árum saman sem kvikmyndasýningarstjóri og sækir mikinn innblástur í kvikmyndir, sjónræn áhrif og leik með sjónarhorn.

Reynslan í Eldborg

„Það var mögnuð reynsla fyrir mig að fá að mynda í Hörpu. Á tveimur kvöldum tókum við um 5.000 myndir. Eldborg hefur stórkostlegt andrúmsloft með einstaka litapallettu og stórfenglegt rými,“ segir Liebscher.

Alþjóðleg viðurkenning

Verkið Eldborg var sýnt í hinu virta Martin Asbæk Gallery í Kaupmannahöfn í lok síðasta árs, þar sem það hlaut fimm stjörnur í Politiken, sem er einn virtasti menningarmiðill Norðurlanda. Verk Martins eru þekkt fyrir að vera áhrifamikil og hugmyndarík, þar sem hann rannsakar tengsl einstaklinga við rými og samfélag. Gangrýnendur hafa lýst verkum hans sem bæði snjöllum og leikandi, með sterka fagurfræðilega nálgun. Verkin hans verið sýnd á fjölmörgum virtum söfnum og galleríum og hefur hann tekið þátt í fjölda alþjóðlegra sýninga.

Nánar um listamanninn

Martin Libscher hefur skapa sér nafn á alþjóðalegum vettvangi, sérstaklega á sviði samtímalistar og ljósmyndunar. Hann er hvað þekktastur fyrir sína sérstæðu panoramaaðferð, þar sem hann tekur þúsundir mynda af sama rýminu og birtist sjálfur í öllum sætum eða í hlutverkum á myndunum. Martin hefur tekið myndir í fjölmörgum þekktum tónlistar-, óperu- og leikhúsum víðs vegar um heiminn þar sem hann situr fyrir í hverju einasta sæti salarins sem gestur og einnig sem stjórnandi og tónlistarmaður. Hann líkir eftir því sem gestir sjá þegar þeir horfa yfir salinn, á stjórnandann og tónlistarfólkið og túlkar hann upplifun, hegðun og tilfinningar gesta sem nást vel þar sem myndavélin er sífellt að breyta um stefnu.