14. mars 2023, 00:00
Afmælishátíð Hljóðhimna
Boðið verður upp á glæsilega dagskrá. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Hljóðhimnar, upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur, í Hörpu eru 1 árs í mars og verður haldið upp á það með afmælishátíð laugardaginn 18. mars. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá í húsinu, tónlistarleiki og kórónugerð og heiðursgesturinn Maximús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti.
Dagskrá
Vísa/Stemma - 11:00-13:00
Kórónugerð með ÞYKJÓ
Hörpuhorn - 11:30-12:00
Klapp klapp stapp stapp smiðja með Sigga&Ingibjörgu
Opin svæði/Hnoss/Hljóðhimnar - 12:00
Maxímús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti
Hörpuhorn - 13:00-13:30
Klapp, klapp, stapp stapp smiðja með Sigga&Ingibjörgu
Opin svæði/Hnoss/Hljóðhimnar - 13:00
Maxímús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti
Barnabröns á Hnoss
Hnoss restaurant og bar verður með sérstakan barnabröns á meðan á afmælishátíðinni stendur, þar sem m.a. verður súkkulaðibrunnur með ávöxtum. Mælt er með því að bóka borð fyrirfram á
. Börn 0-5 ára borða frítt, 6-12 greiða 2.400 kr og fullorðnir 4.900 kr.„Við verðum með skemmtilega, litríka og næringarríka rétti fyrir alla fjölskylduna, með sérstakri áherslu á börn. Þá verðum við með súkkulaðibrunn og ávexti til að dýfa í brunninn, sem vakti mikla lukku meðal barna sem komu í jólabrönsinn þegar við buðum upp á súkkulaðibrunninn."
Rammagerðin
Rammagerðin tekur einnig þátt í afmælishátíðinni og býður upp á 20% afslátt af barnabolum og samfellum úr Reykjavíkurlínunni „Ó Reykjavík“.
Kórónugerð
Hönnuðir ÞYKJÓ sem stóðu að hönnun Hljóðhimna aðstoða afmælisgesti við að búa til sína eigin kórónu til að auka hátíðarstemmninguna í Hörpu.
Klapp klapp stapp stapp smiðja
Tónlistarteymið Siggi&Ingibjörg leiða afmælisgesti í tónlistarleikjum og einu hljóðfærin sem við þurfum erum við sjálf! Klapp, stapp og söngur í um það bil hálftíma langri smiðju þar sem allir geta tekið þátt.
Hljóðhimnar eru opnir eins og venjulega og býðst afmælisgestum að flæða frjálst á milli staða.
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!