Maxímús Músíkús

Maxímús Músíkús er án efa frægasta tónlistarmús Íslands og þó víðar væri leitað en bækurnar um hann hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra barna og eru að fara sigurför um heiminn en þær eru fáanlegar í Þýskalandi, Færeyjum, Kóreu og á ensku um allan heim.

Maxímús Músíkús er án efa frægasta og færasta tónlistarmús Íslands og þó víðar væri leitað, en bækurnar um hann hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra barna og hafa farið sigurför um heiminn. Höfundur bókanna, Hallfríður Ólafsdóttir, var fyrsti flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands um áratuga skeið, en Þórarinn Már Baldursson, sem teiknaði myndirnar, er víóluleikari í hljómsveitinni. Stjórnandinn Vladimir Ashkenazy er sérstakur verndari verkefnisins.

Maxímús Músíkús á föst heimkynni í Hörpu og á þátt í að skipuleggja skemmtilega viðburði fyrir smáfólk allt árið um kring. Hann er reglulegur gestur á barnatónleikum Sinfóníunnar, og sögustundir og skoðunarferðir með Maxa njóta mikillar vinsælda hjá yngstu gestum Hörpu.

Verkefnið um Maxímús Músíkús opnar börnum heim tónlistarinnar, hljóðfæranna og hljóðfæraleikaranna. Tónlistin sem fylgir Maxímús er sérvalin fyrir yngsta aldurshóp tónelskra barna, sem gjarnan dilla sér með músinni og leita spennt að holunni hans í Hörpu.