![](http://images.ctfassets.net/nl35sbcspsvu/5bYbj9RXf4Q5LhUESEiDjC/01c77a13c2988da9d727ead1c7e44f77/__slenska___peran.jpg?w=670&h=440&fl=progressive&q=85&fm=jpg)
Íslenska óperan
![](http://images.ctfassets.net/nl35sbcspsvu/5bYbj9RXf4Q5LhUESEiDjC/01c77a13c2988da9d727ead1c7e44f77/__slenska___peran.jpg?w=670&h=440&fl=progressive&q=85&fm=jpg)
Íslenska óperan öðlaðist mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og hlaut ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar óperuuppfærslur.
Íslenska óperan var stofnuð árið 1980 og átti samastað í Gamla Bíó þar til hún fluttist í Hörpu árið 2011 og var íbúi þar allt til ársins 2024 þegar hún hætti rekstri.
Íslenska óperan öðlaðist mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og hlaut ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar óperuuppfærslur. Hún setti reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar, bæði hefðbundnar og frumsamdar. Þúsundir landsmanna komu á viðburði Óperunnar árlega.
Á hverju starfsári frumsýndi slenska óperan í það minnsta tvær nýjar uppfærslur, auk fræðslustarfs, samstarfsverkefna og tónleikahalds. Kúnstpása voru mánaðarlegir hádegistónleikar í Norðurljósum sem opnir voru öllum án endurgjalds. Þar komu fram margir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar, ásamt yngri söngvurum sem voru að kynna sig til leiks á óperusviðinu. Íslenskir listamenn voru jafnan í öndvegi hjá Íslensku óperunni, en jafnframt var erlendum gestum reglulega boðið að taka þátt í uppfærslum.
Vefur Íslensku óperunnar er www.opera.is