Íslenska óperan

Íslenska óperan hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar óperuuppfærslur. Hún setur reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar, bæði hefðbundnar og frumsamdar.

Íslenska óperan var stofnuð árið 1980 og átti samastað í Gamla Bíó þar til hún fluttist í Hörpu árið 2011. Íslenska óperan hefur öðlast mikilvægan sess í menningarlífi þjóðarinnar og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vandaðar óperuuppfærslur. Hún setur reglulega upp vandaðar og fjölbreyttar óperusýningar, bæði hefðbundnar og frumsamdar. Þúsundir landsmanna koma á viðburði Óperunnar árlega og alþjóðlegur sýnileiki stofnunarinnar hefur aukist mjög á síðustu árum.

Á hverju starfsári frumsýnir Íslenska óperan í það minnsta tvær nýjar uppfærslur, auk fræðslustarfs, samstarfsverkefna og tónleikahalds. Kúnstpása eru mánaðarlegir hádegistónleikar í Norðurljósum sem opnir eru öllum án endurgjalds. Þar koma fram margir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar, ásamt yngri söngvurum sem eru að kynna sig til leiks á óperusviðinu. Íslenskir listamenn eru jafnan í öndvegi hjá Íslensku óperunni, en jafnframt er erlendum gestum reglulega boðið að taka þátt í uppfærslum hennar. 

Vefur Íslensku óperunnar er www.opera.is