Skoð­un­ar­ferðir

Skipulagðar skoðunarferðir

Skoðunarferð um Hörpu er ógleymanleg upplifun. Leiðsögumenn segja þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er. Athugið að dagsetningar fyrir skoðunarferðir eru birtar undir dagskrá í kringum 20. hvers mánaðar.

Einkaleiðsögn

Hægt er að bóka einkaleiðsögn um húsið með leiðsögumönnum okkar, sem jafnframt eru reyndir tónlistarmenn og þekkja Hörpu vel af eigin reynslu. Leiðsögumenn segja þér allt um hönnunina og hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er. Þrátt fyrir ungan aldur er Harpa margverðlaunuð, bæði fyrir arkitektúr og sem tónlistar-og ráðstefnuhús. Fyrirspurnir sendist á tours@harpa.is

Einkaleiðsögn með arkitekt

Áhugaverð skoðunarferð fyrir einkahópa um rými Hörpu með arkitekt þar sem sagt er frá hugmyndafræði og mótun Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Henning Larsen Architects og Batteríið arkitektar teiknuðu húsið ásamt Ólafi Elíassyni listamanni. Harpa er staðsett við gömlu höfnina í Reykjavík og er nokkuð áberandi í umhverfi sínu. Klæðning byggingarinnar er afar sérstök en hún byggir á þrívíðum glerstrendingum sem endurvarpa dagsbirtunni á fallegan hátt inn í húsið. Tónlistarhúsið hefur fengið mikla umfjöllun – og þá mestmegnis um tilurð og framkvæmd þess, en hér verður sjónum beint að mótun þess og hugmyndafræðinni bak við útlitið. Fyrirspurnir og bókanir sendist á tours@harpa.is.

Einkaleiðsögn með söng

Leiðsögn um húsið fyrir einkahópa þar sem leiðsögumenn segja þér allt um hönnunina, hinn einstaka glerhjúp Ólafs Elíassonar og Henning Larsen Arkitekta og allt hitt sem gerir Hörpu að því einstaka mannvirki sem hún er. Skoðunarferðinni lýkur með ljúfum tónleikum á austurhlið Hörpu, sjaldséðu rými með einstöku útsýni yfir sundin og Esjuna. Flytjendur tónleikanna, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Sigurður Ingi Einarsson, fara gegnum íslenska tónlistarsögu með söng og hljóðfæraleik, allt frá tvísöng miðalda til diskósins. Fyrirspurnir og bókanir sendist á tours@harpa.is.

Leið­sögu­menn

Baldvin Hlynsson

Baldvin Hlynsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarsenunni. Hann hefur unnið sem pródúsent í hljóðverum og hljómborðsleikari á sviði með fjölmörgum listamönnum. Baldvin hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2017 sem bjartasta vonin í djass- og blúsflokki í kjölfar plötu sinnar „Renewal”. Vorið 2021 útskrifaðist Baldvin frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi með B.A. gráðu í djasspíanóleik.

Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Ingibjörg Fríða Helgadóttir er söngkona með fjölbreyttan bakgrunn í tónlist. Hún hefur lokið burtfararprófi bæði í klassískum og rytmískum söng ásamt BA prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Hún starfar við tónlist frá ýmsum hliðum; við upptökur og lifandi tónlistarflutning, kennslu og dagskrárgerð og kemur reglulega fram með ýmsum hópum, svo sem Schola Cantorum og Cantoque Ensemble og að nýrri tónlist með dúóinu Ingibjargir. Hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður í Hörpu í og með frá árinu 2014.

Jara Hilmarsdóttir

Jara Hilmarsdóttir er klassískt menntuð söngkona. Hún er nýútskrifuð með bakkalárgráðu frá tónlistarháskolanum í Köln, Þýskalandi, en skólinn er stærsti tónlistarháskóli Evrópu og var Jara ein af þremur sem tekin voru inn á fyrsta ár til bachelor gráðu í klassískum söng haustið 2018. Hún hefur komið fram sem einsöngvari við fjölda tilefna bæði á Íslandi og erlendis og það er gaman að segja frá því að hún hefur sungið í öllum sölum Hörpu, hvort sem það var með kór eða sem einsöngvari.

Sigurður Ingi Einarsson

Sigurður Ingi Einarsson er hljóðfæraleikari og lagahöfundur. Hann útskrifaðist af slagverksbraut frá Tónlistarskóla FÍH og seinna með BA próf í skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands með námsönn í Prins Claus Conservatoire í Groningen. Sigurður hefur verið virkur íslensku tónlistarlífi, spilað með hljómsveitum, í leikhúsi og í fjölbreyttum verkefnum. Einnig semur hann tónlist og gefur hana út undir sínu eigin nafni. Hann hefur kennt tónlist, bæði í grunnskólum og tónlistarskólum, en einnig leiðir hann skapandi tónlistarvinnusmiðjur

Harpa að utan

Hjúpurinn

Eldborg

Skoðunarferðir