12. maí 2023

Lokanir vegna leið­toga­fundar Evrópu­ráðsins

Dagana 16. og 17. maí mun leiðtogafundur Evrópuráðsins fara fram í Hörpu, sem verður alfarið lokuð vegna fundarins mánudag - miðvikudags, en opnar aftur á fimmtudaginn. Umhverfis Hörpu verður einnig talsvert af lokunum sem taka gildi fyrir viðburðinn.

Nánar um lokanirnar af vef Stjórnarráðsins: Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í Reykjavík dagana 16. til 17. maí 2023. Ætla má að fundurinn hafi nokkur áhrif á daglegt líf íbúa á höfuðborgarsvæðinu þessa daga. Af öryggisástæðum verða götur í kringum Hörpu lokaðar fyrir umferð ökutækja á meðan á fundinum stendur en hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Þetta á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi. Einnig má gera ráð fyrir umferðartöfum um allt höfuðborgarsvæðið vegna aksturs sendinefnda í lögreglufylgd til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli á þessum dögum. Áhrifin verða hvað mest síðdegis á þriðjudeginum og miðvikudeginum.

Kort af lokununum má skoða hér

Nánari upplýsingar um fundinn hér

Fréttir