13. ágúst 2021

Leik­hús­börn í Hörpu

Hópur barna starfsmanna Þjóðleikhússins hefur dvalið í Hörpu undanfarnar tvær vikur og sótt þar bæði dans- og leiklistartíma.

Námskeiðið er tilraunaverkefni hjá Þjóðleikhúsinu og gert til þess að kynna starfsemi leikhússins fyrir börnum.

Þessi glæsilegi hópur sökkti sér í fjölbreyttan heim sviðslista og kynntist ekki bara því hvernig það er að standa á sviði, heldur einnig öllu sem gerist á bakvið tjöldin.

Auk dans- og leiklistatíma heimsóttu þau búningadeild, hljóðmenn, smink, og tæknifólk.

Það verður gaman að fylgjast með þessum flotta hópi leikhúsbarna í framtíðinni, bæði á sviði og baksviðs.

Fréttir