5. apríl 2023

Gjald­taka hefst á salern­is­að­stöðu

á K1 - efri hæð bílahúss Hörpu.

Í dag, miðvikudaginn 5. apríl, hefst gjaldtaka fyrir salernisaðstöðu í bílakjallara í Hörpu.

Undanfarin misseri hefur fjölgað mikið komum ferðamanna sem eiga stutta viðkomu í Hörpu og nýta salernisaðstöðu. Til að sinna þessum stóra hópi hefur verið ákveðið að hefja gjaldtöku fyrir salerni á K1 (efri hæð bílakjallara). Harpa tekur á móti yfir milljón gestum á hverju ári og er gjaldtakan liður í að standa undir þjónustu við þennan fjölmenna hóp ferðamanna sem heimsækir húsið.

Aðgengi að salernisaðstöðu kostar 200 kr. fyrir hvern einstakling en er börnum að kostnaðarlausu. Þar til gerð greiðsluvél hefur sett upp við salernisaðstöðuna og er einfalt að greiða með mynt eða greiðslukorti.

Sem fyrr fá gestir sem sækja viðburði aðgengi að salernisaðstöðunni en þurfa að skanna strikamerki sem er að finna á aðgöngumiða, bæði rafrænum sem og útprentuðum.

Fréttir