17. október 2025
Álfheiður Erla kemur fram
í virtustu tónleikahúsum Evrópu

Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í hinu heimsþekkta Concertgebouw-tónlistarhúsi í Amsterdam þann1. október, en tónleikarnir voru liður í glæsilegri tónleikaferð Álfheiðar um mörg af helstu tónleikahús Evrópu, tónleikaárið 2025 – 2026.
Tónlistarstjörnur framtíðarinnar
Tónleikaferðin er haldin undir merkjum Rising Stars, verkefnis sem samtök evrópskra tónlistarhúsa (ECHO) hafa staðið á bak við frá árinu 1995. Álfheiður Erla er tilnefnd af hálfu Hörpu, fyrst íslenskra listamanna en Rising Stars hefur reynst mikilvægur vettvangur fyrir fjölda frábærra tónlistamanna til að byggja upp alþjóðlegan feril sinn. Má þar nefna fiðluleikarana Janine Jansen og Renaud Capuçon, píanóleikarana Igor Levit og Khatia Buniatishvili og sellóleikarann Kian Soltani, núverandi staðarlistamann Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Frá Concertgebouw til Konzerthaus í Vínarborg
Alls syngur Álfheiður Erla á sautján Rising Stars tónleikum í vetur í tónlistarhúsum svo sem Elbphilharmonie í Hamborg, Parísarfílharmóníunni, Bozar í Brussel og Konzerthaus í Vínarborg. Með henni leikur píanóleikarinn Kian Soltani en saman hafa þau sett saman metnaðarfullar efnisskrár sem hverfast í kringum ólík stef og tónlist frá ólíkum tímaskeiðum.
Glænýtt verk eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur
Samhliða því að koma ungum framúrskarandi tónlistarmönnum á framfæri miðar Rising Stars verkefnið einnig að því að vera vettvangur fyrir nýja tónlist. Allir listamenn sem veljast til þátttöku í Rising Stars frumflytja ný tónverk sem hafa verið samin sérstaklega fyrir þá og hljómar því í tónlistarhúsum víða um álfuna. Á meðal tónskálda sem samið hafa fyrir Rising Stars eru tónskáld svo sem Olga Neuwirth, Nico Muhly, Peter Eötvös, Julia Wolfe, Jennifer Walshe og Thomas Ades.
Á tónleikum Álfheiðar og Kunal í vetur mun hljóma glænýtt verk eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, pantað af Hörpu, Fílharmóníunni í Lúxemborg og ECHO. Verkið ber heitiðNáðarstef og er samið við ljóð Fríðu Ísberg, palestínska ljóðskáldsins Mosab Abu Toha og pólska ljóðskáldsins Halinu Poświatowska.
Rising Star hátíð í Hörpu í maí
Álfheiður Erla og Kunal Lahiry munu koma fram í Hörpu á tónleikum í maí 2026 en dagana 9. – 10. maí 2026 fara fram fernir tónleikar í Norðurljósum í Hörpu þar sem fram koma, auk Álfheiðar og Kunal, píanóleikarinn Giorgi Gigashvili, Maat saxófónkvartettinn og sellóleikarinn Valerie Fritz. Glæsileg og fjölbreytt efnisskrá í framúrskarandi flutningi, nokkuð sem tónlistarunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Smelltu hér til að skoða dagskrána í Hörpu.
RISING Stars 2025 – 2026
Álfheiður Erla og Kunal Lahiry
2025 - 2026
20.9.2025
Auditorium Orchestre National de Lyon
01.10.2025
Het Concertgebouw Amsterdam
09.12.2025
Philharmonie Luxembourg
11.1.2025
Festspielhaus Baden-Baden
22.01.2026
Elbphilharmonie Hamburg
24.01.2026
The Glasshouse International Centre for Music
31.01.2026
Konserthuset Stockholm
08.02.2026
B:Music – Town Hall & Symphony Hall Birmingham
14.02.2026
L'Auditori Barcelona
21.02.2026
Konzerthaus Dortmund
22.02.2026
Bozar, Brussel
28.02.2026
NOSPR, Katowice
10.03.2026
Philharmonie de Paris
14.03.2026
Calouste Gulbenkian Foundation, Lissabon
10.05.2026
Harpa, Reykjavík
17.05.2026
Kölner Philharmonie
19.05.2026
Wiener Konzerthaus
23.-24.05.2026
Casa da Música Porto