Bíla­stæði

Bílastæðahús Hörpu er opið allan sólarhringinn og er vel upplýst með aðgengi beint inn í húsið. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst öllum helstu inngöngum.

Bílastæðahús Hörpu er með 545 stæðum sem eru opin allan sólarhringinn og þarf eru 13 hleðslustæði. Stæðin eru björt, upphituð og aðgengi er beint inn í Hörpu.

Einnig er hægt að keyra og ganga úr bílakjallara Hörpu yfir í bílahúsið undir Hafnartorgi og Edition hótelið en athugið að það er annað gjaldsvæði.

115 Security sér um rekstur bílastæðahússins, innheimtu gjalda og utanumhald.

Hagnýtar upplýsingar

  • Myndavélar lesa bílnúmer við komu og þarf að greiða við brottför í gjaldmælum sem eru á báðum hæðum bílahússins. Einnig er hægt að greiða með EasyPark eða Parka, gjaldsvæði Harpa.
  • Gjaldskylda er í húsinu allan sólarhringinn. Athugið að metan- og rafbílar eru ekki undanþegnir gjaldskyldu.
  • P-merktir bílar fá gjaldfrjálsan aðgang að bílahúsi Hörpu. Athugið! Þar sem myndavél, sem greinir alla bíla sem fara um bílahúsið, getur ekki aðgreint P-miða merkta bíla frá öðrum þarf handhafi P-merkis þarf að senda tölvupóst á bilahus@115.is eigi síðar en 3 klukkustundum fyrir viðburð/fyrirhugaða heimsókn. Eftirfarandi skal koma fram í tölvupóstinum: a. Nafn og kt. handahafa P-merkis b. Bílnúmer c. Tímasetningar d. Mynd af P-merki 3. Séu bílar ekki sannanlega tilkynntir með tölvupósti fyrir fram í samræmi við þetta fyrirkomulag gildir gjaldskrá bílakjallara Hörpu. 4. P-merktir bílar skulu leitast við að leggja í P-stæði sem eru alls 19 talsins. Vangreiðslugjald verður sent vegna ómerktra bíla samkvæmt gjaldskrá. 5. Óheimilt er að skilja P-merktan bíl eftir í stæði lengur en 10 klukkutíma. Gjaldskrá bílahúss tekur við að þeim tíma liðnum. 6. Starfsmenn 115 munu fylgjast með því að P-merktir bílar hafi verið skráðir fyrirfram í kerfið.
  • Á neðri hæð bílastæðahúss, K2, eru 13 hleðslustöðvar frá ON.
  • Hæðartakmörk bifreiða í kjallaranum er 2,2 m.
  • Athugið að einungis er leyfilegt að hleypa gestum út úr farartækjum fyrir framan Hörpu, ekki leggja bílum.
  • Bent skal á að bannað er að leggja bifreiðum á torginu fyrir framan eða til hliðar við Hörpu og eru lögð stöðubrot á bíla sem leggja þar.
  • Ef lagt er við vörumóttöku, sem ætluð er aðkomu neyðarbíla, eru bílar dregnir í burtu.
  • Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma.
  • Verði gestir varir við mistur eða reyk í bílakjallara Hörpu er ekkert að óttast. Það þýðir einfaldlega að það er viðburður í Eldborg þar sem notast er við leikhúsreyk á sviðinu. Útsog úr Eldborg er notað til að hita upp glerhjúp Hörpu og bílakjallarann til að nýta hitann og gera Hörpu umhverfisvænni.

CameraPark - Myndavélakerfið

CameraPark er notað í bílastæðahúsi Hörpu og virkar þannig að myndavél les bílnúmerið við innkeyrslu og skráir bifreiðina í stæði og við útkeyrslu les myndavélin bílnúmerið aftur og skráir úr stæðinu. Það eina sem þarf að gera er að vera með EasyPark appið og virkja í fyrsta skiptið CameraPark í appinu til að tengja við kreditkort. Þetta þarf einungis að gera einu sinni og eftir það er ferlið orðið sjálfvirkt að öllu leyti. Það þarf ekki að opna appið þegar lagt er í næsta skipti og hægt keyra áhyggjulaust inn og út úr bílahúsinu.

Hér má sjá stutt kynningarmyndband frá EasyPark um hvernig á að virkja appið og tengja kort.

Athugið að einnig er hægt að greiða með Parka eða greiða í gjaldmælum sem eru á hvorri hæð bílastæðahússins. Vaktmaður er staðsettur í vaktherbergi 115, sem sér um rekstur bílastæða í efri kjallara (K1). Hér má sjá nánari upplýsingar um 115.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um önnur bílastæðahús í nágrenni Hörpu.