Bamberg sinfónían

Hin virta sinfóníuhljómsveit Bamberg Symphony kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi í Eldborgarsal Hörpu þann 20. apríl næstkomandi.

Bamberg sinfónían ásamt Hélène Grimaud undir stjórn Jakub Hrůša.

Hin virta sinfóníuhljómsveit Bamberg Symphony kemur fram í fyrsta sinn á Íslandi í Eldborgarsal Hörpu þann 20. apríl næstkomandi. Bamberg er ein fremsta sinfóníuhljómsveit Þýskalands og er gríðarlega eftirsótt um allan heim. Um er að ræða menningarviðburð á heimsmælikvarða.

Tónleikar Bamberg sinfóníunnar á Íslandi eru þeir fyrstu í tónleikaferð sveitarinnar til Bandaríkjanna en úr Hörpu liggur leiðin meðal annars í Carnegie Hall í New York.

Hinn margverðlaunaði franski píanóleikari Hélène Grimaud verður einleikari tónleikana. Eldmóður hennar í tónlistinni endurspeglast einnig í starfi hennar á sviði umhverfisverndar og mannréttinda sem hún er jafnframt þekkt fyrir. 

Hljómsveitarstjóri tónleikana verður hinn tékkneski Jakub Hrůša sem nýlega var ráðinn tónlistarstjóri Konunglega óperuhússins í Covent Garden í London. Hrůša hefur á síðustu árum náð miklum árangri sem aðalhljómsveitarstjóri Bamberg sinfóníunnar auk þess að sem hann er eftirsóttur gestastjórnandi margra bestu hljómsveita heims á borð við fílharmóníuhljómsveitir Vínar, Berlínar og New York og sinfóníuhljómsveitar Chicago. Hrůša var valinn stjórnandi ársins 2023 á Opus Klassik, klassísku tónlistarverðlaunum Þýskalands.

Efnisskráin er vafalítið sérstakt ánægjuefni fyrir unnendur tónlistar Richards Wagner því á tónleikunum flytur Bamberg prelúdíu úr fyrsta þætti Lohengrin og Tannhäuser-forleikinn. Einnig verða flutt verk eftir tvo samtímamenn Wagners, Sinfóníu nr. 3 eftir Johannes Brahms og píanókonsert Roberts Schumann í flutningi Hélène Grimaud.

Missið ekki af þessu einstaka tækifæri og heimsviðburði í Hörpu.  

Kaupa miða

Jakub Hrůša

Jakub Hrůša er aðalhljómsveitarstjóri Bamberg sinfóníuhljómsveitarinnar og aðalgestastjórnandi bæði tékknesku fílharmóníunnar og Orchestra dell’Accademia Nazionale di Santa Cecilia. Hann er tíður gestur hjá mörgum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur stýrt óperum fyrir virtustu óperuhús Evrópu. Haustið 2025 mun hann taka við stöðu tónlistarstjóra í Konunglega óperuhúsinu í London.

Hélène Grimaud

Þúsundþjalasmiðurinn Hélène Grimaud er ekki aðeins ástríðufull tónlistarkona sem hefur gert afrek sín í píanóleik að aðaliðju sinni. Hæfileikaauðgi hennar nær langt út fyrir hljóðfærið sem hún leikur á með ljóðrænni tjáningu og óviðjafnanlegri tækni. Grimaud hefur haslað sér völl sem náttúruverndarsinni og aðgerðarsinni í þágu mannréttinda og eldmóður hennar á sviði tónlistar endurspeglast og magnast í umfangi og dýpt hugðarefna hennar á sviði umhverfisverndar, bókmennta og lista.

Bamberg sinfónían

Bamberg sinfónían er eina heimsþekkta hljómsveitin sem hefur ekki aðsetur í lifandi stórborg. Tæplega 10% íbúa eru áskrifendur að einni af fimm tónleikaröðum hljómsveitarinnar, í mörgum tilfellum í áratugi. Hljómsveitin ferðast einna mest allra sinfóníuhljómsveita um heiminn og hefur haldið um 7.500 tónleika í yfir 500 borgum og 63 löndum og er orðin að menningarsendiherra Bæjaralands og Þýskalands. Sveitin ferðast reglulega um Bandaríkin, Suður-Ameríku, Japan og Kína, svo dæmi séu tekin, og er boðið að leika í þekktum tónlistarhúsum og á hátíðum um allan heim.

Nokkuð hefur verið fjallað um Bamberg sinfóníuhljómsveitina, stjórnandann og einleikarann í miðlum á Íslandi, auk þess sem Harpa hefur tekið viðtöl við ýmsa aðila úr tónlistargeiranum til fróðleiks og skemmtunar.

Guðni Tómasson ræddi ítarlega við hljómsveitarstjóra Bamberg sinfóníunnar, Jakub Hrůša, í Tónhjólinu á Rás 1 sunnudaginn 7. apríl. Þar er nánar rætt um hljómsveitina, efnisskrána, tónlistarmenntun, hlutverk hljómsveitarstjóra í samtímanum og menningarlíf í Tékklandi og Bamberg.

Lesa frétt og/eða hlusta á viðtal

Til gaman og fróðleiks hefur Harpa einnig tekið viðtöl við ýmsa aðila úr tónlistargeiranum sem hafa séð og þekkja til Bamberg sinfóníuhljómsveitarinnar, stjórnandans og einleikarans. Við hvetjum ykkur til að horfa á þessi skemmtilegu viðtöl.

Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri og tónskáld

Hallveg Rúnarsdóttir söngkona

Helgi Jónsson tónlistarfræðingur

Þórunn Sigurðardóttir leikstjóri

Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra

Stefán Jón Bernharðsson hornleikari Sinfóníunnar

Bamberg sinfónían

Jakub Hrůša

Hélène Grimaud