

Njóttu ljúfrar samverustundar í Hörpu á aðventunni með fjölskyldu og vinum.
Harpa fyllist hátíðarstemningu á aðventunni með fjölbreyttu úrvali jólatónleika og viðburða. Veitingastaðir hússins bjóða jafnframt upp á vandaða hátíðarseðla og jólahlaðborð. Því til viðbótar er hægt að gera góð jólagjafakaup með gjafakorti í Hörpu, gjafakorti The Volcano Express eða með fallegri hönnunarvöru úr Rammagerðinni.
Sýningin The Volcano Express er hóf sýningar í mars 2025 og þar fá gestir að upplifa eldfjallaundrið sem Ísland er. Með háþróaðri margvíddartækni, sem á sér engan samanburð á heimsvísu, upplifa gestir krafta náttúrunnar á nýjan og einstakan hátt. Opið alla daga og sýnt á 15 mínútna fresti.
