Aðventan í Hörpu

Image

Njóttu ljúfrar samverustundar í Hörpu á aðventunni með fjölskyldu og vinum.

Harpa fyllist hátíðarstemningu á aðventunni með fjölbreyttu úrvali jólatónleika og viðburða. Veitingastaðir hússins bjóða jafnframt upp á vandaða hátíðarseðla og jólahlaðborð. Því til viðbótar er hægt að gera góð jólagjafakaup með gjafakorti í Hörpu, gjafakorti The Volcano Express eða með fallegri hönnunarvöru úr Rammagerðinni.

Viðburðir

Veitingastaðir

Hnoss Bistro

Hnoss Bistro býður upp á dýrindis jólahlaðborð alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum. Verð 7.900 kr. á mann, 12 ára og yngri 3.950 kr. Börn 5 ára og yngri borða frítt. Á virkum dögum er jólahádegisseðill.

A white plate holds a platter of food including dark bread, shrimp salad, smoked salmon, a hard-boiled egg half, and various small prepared appetizers with sauces.

La Prima­vera

Vitringarnir 3 hafa sett saman þriggja rétta matseðil á íslensku og færeysku sem boðið verður upp á La Primavera í desember auk hefðbundins matseðils. Tryggðu þér og þínum borð tímanlega!

A dining table set with a plate of prosciutto, red wine, lit candles, and a festive evergreen centerpiece.

Jólagjafir

Gjafa­kort Hörpu

Gjafakort Hörpu - skilur eftir sig fallegan tón. Einstök gjöf sem gildir á alla viðburði í Hörpu. Kortin koma í fallegri öskju og gilda í fjögur ár frá útgáfudegi.

Geometric orange, red, and purple package with HARPA logo standing on a white card against a red background.

Ramma­gerðin gjafa­vöru­verslun

Rammagerðin gjafavöruverslun er staðsett á jarðhæð hússins í listrænu og lifandi rými þar sem finna má íslenskt handverk og hönnun. Rammagerðin er opin sunnudaga til þriðjudaga frá kl. 10:00-18:00 og miðvikudaga til laugardaga frá kl. 10:00-19:00.

a store with a lot of shelves and tables in a dark room .

The Volcano Express

Sýningin The Volcano Express er hóf sýningar í mars 2025 og þar fá gestir að upplifa eldfjallaundrið sem Ísland er. Með háþróaðri margvíddartækni, sem á sér engan samanburð á heimsvísu, upplifa gestir krafta náttúrunnar á nýjan og einstakan hátt. Opið alla daga og sýnt á 15 mínútna fresti.

a logo that says the volcano express on it