

Njóttu ljúfrar samverustundar í Hörpu á aðventunni með fjölskyldu og vinum.
Harpa fyllist hátíðarstemningu á aðventunni með fjölbreyttu úrvali jólatónleika og viðburða. Veitingastaðir hússins bjóða jafnframt upp á vandaða hátíðarseðla og jólahlaðborð. Því til viðbótar er hægt að gera góð jólagjafakaup með gjafakorti í Hörpu, gjafakorti The Volcano Express eða með fallegri hönnunarvöru úr Rammagerðinni.