Tónleikasería fyrir ungt tónlistarfólk sem er nýkomið heim úr námi.
Árlega í júlí er tónleikaserían Velkomin heim haldin en áhersla hennar er að halda tónleika þar sem ungt tónlistarfólk, sem er nýkomið heim úr námi, getur komið fram og kynnt sig. Tónleikaröðin er samstarfsverkefni Hörpu og FÍT-klassískrar deildar FÍH.
Velkomin heim tónleikaröðin hefur verið haldin undanfarin ár í Hörpu en markmiðið er að greiða leið nýútskrifaðs tónlistarfólks sem hefur numið erlendis að halda sína fyrstu tónleika heima fyrir. Tónlistarfólkið er bæði úr klassíska og rythmíska geiranum og hefur komið fram í Hörpuhorni og öðrum opnum rýmum Hörpu.
Aðgangur á tónleikana er ókeypis sem hefur vakið mikla lukku bæði þeirra sem sækja reglulega tónleika í Hörpu, sem og ferðamanna sem fagna því að komast óvænt á tónleika í opnu rýmunum.
Tónlistarflytjendur í Velkomin heim sumarið 2024
Tónlistarflytjendur í Velkomin heim sumarið 2023