Um Ýli

Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk, sem síðar fékk nafnið Ýlir, var stofnaður í lok árs 2010 þegar Menningarsjóði SPRON var slitið með úthlutun til ýmissa mennta-, menningar- og góðgerðarmála. Alls var 80 milljónum króna varið til stofnunar þessa tónlistarsjóðs sem ætlaður er til þess að veita ungu og efnilegu tónlistarfólki tækifæri á að koma fram í Hörpu.

Stjórn sjóðsins

Stjórn Ýlis - tónlistarsjóðs Hörpu fyrir ungt fólk skipa 3 einstaklingar. Stjórn Hörpu, stjórn Listaháskóla Íslands og stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands tilnefna einn fulltrúa hver. Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs sér formann og varaformann, en þriðji stjórnarmaðurinn er ritari stjórnar.

Stjórn sjóðsins er ábyrg fyrir varðveislu og ávöxtun fjármuna hans, en féð skal ávallt varðveitt með sem tryggustum hætti. Stjórnin setur sjóðnum úthlutunarreglur í samræmi við tilgang sjóðsins, fer yfir þær umsóknir sem berast og tekur ákvarðanir um styrkveitingar.

Frekari upplýsingar um hlutverk stjórnar má finna í skipulagsskrá sjóðsins.

Elísabet Indra Ragnarsdóttir, stjórnarformaður
Verkefnastjóri dagskrárgerðar. Fulltrúi Hörpu.

Guðni Tómasson, varaformaður
Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Pétur Jónasson
Deildarforseti tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.