Vist­vænar samgöngur

Image

Harpa er vel tengd göngu- og hjólastígum með hjólastæði bæði inni og úti.

Harpa leggur áherslu á sjálfbærni og hvetur gesti til að velja vistvænar samgöngur þegar húsið er heimsótt. Með umhverfisvænum ferðamáta stuðlum við saman að hreinna borgarumhverfi og betri framtíð.

Almenningssamgöngur

Strætisvagnar stoppa beint fyrir framan Hörpu og reglulegar ferðir tryggja greiðan aðgang frá öllum helstu svæðum höfuðborgarinnar. Með því að nýta strætó er auðvelt að koma sér til og frá Hörpu á þægilegan, hagkvæman og vistvænan hátt.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um Strætó.

Ganga og hjóla

Harpa er vel tengd göngu- og hjólastígum sem gera gestum auðvelt að koma gangandi eða á hjóli. Fyrir utan húsið eru hjólastandar og stutt í hjólreiðaleiðir sem tengja Hörpu við helstu hverfi borgarinnar.

Harpa hefur komið upp hjólastæðum fyrir almenning á fjórum stöðum í kringum húsið og inni í bílakjallara. Hjólastæðin eru hönnuð í samráði við hjólreiðamenn og því auðvelt að læsa hjólunum með traustum hætti með því að læsa stelli við stæði.

Eitt hjólastæði er við austanmegin við vörumóttökuna, annað er á suð-austur horninu, það þriðja er á K1 í bílakjallara – hægra megin við innganginn í Hörpu og fjórða stæðið er á K2 í bílakjallara – hægra megin við innganginn í Hörpu.

Hægt er að komast inn í bílakjallarann í gegnum hjólarampinn hjá Landsbankanum, gegnum bílarampinn eða teyma hjólið niður ramp sem er suð-austan megin við bygginguna, rétt hjá fánastöngunum.

Rafmagnsbílar

Bílakjallari Hörpu er opinn allan sólarhringinn og hefur að geyma 545 stæði. Af þeim eru 13 bílahleðslustæði frá ON.