Eldborg er stærsti salur Hörpu og sérhannaður til tónleikahalds. Fyrsta flokks hljóðkerfi, mynd- og ljósakerfi er í Eldborg. Salurinn er á fjórum hæðum og getur tekið allt að 1700 manns í sæti.
Silfurberg
Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og hentar vel fyrir rafmagnaða tónlist. Salurinn er með fyrsta flokks ljósabúnaði og hljóðkerfi.
Norðurljós
Norðurljós á annarri hæð Hörpu er tilvalinn til tónlistarflutnings, rafmagnaðs sem órafmagnaðs. Salurinn er útbúinn sérhönnuðum ljósabúnaði til að búa til þá stemningu sem óskað er eftir.
Kaldalón
Kaldalón hentar sérstaklega vel fyrir minni tónleika. Salurinn er með hallandi sætum og hægt er að sýna myndbönd á stóru sýningartjaldi. Færanlegt svið.
Hörpuhorn
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.