Jazz og blús, Tónlist

Verð
4.900 kr
Næsti viðburður
miðvikudagur 25. febrúar - 20:00
Salur
Björtuloft
Jóel Pálsson, saxófónn
Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar
Nico Moreaux, bassi
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Gítarleikarinn Andrés Þór kemur fram ásamt tríói sínu. Tríóið byggir á nánu samspili og opnu rými fyrir spunann, þar sem norræn stemning mætir frjálsum djassi og klassískri hefð, auk Andrésar skipa tríóið bassaleikarinn Nico Moreaux og trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen. Sérstakur gestur verður saxófónleikarinn Jóel Pálsson sem hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og látið að sér kveða á fjölbreyttum sviðum tónlistar, bæði hérlendis og erlendis. Andrés Þór hefur um árabil verið einn af áberandi röddum íslensks djass, þekktur fyrir ljóðrænan tón, sterka lagasmíð og persónulega nálgun á hljóðfærið. Á tónleikunum verður flutt óútgefið efni eftir Andrés Þór, bæði ný tónverk og eldri lög í nýjum útsetningum.
Viðburðahaldari
Múlinn Jazzklúbbur
Miðaverð er sem hér segir
A
4.900 kr.
Dagskrá
Björtuloft eru glæsileg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina.

Næstu viðburðir í Hörpu