Aðventa, Kór, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist, Tónleikar, Tónlist

Event poster

Jóla­lögin í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 6. desember - 13:30

Salur

Hörpuhorn

Kórar syngja fjölbreytt jóla- og aðventulög í Hörpuhorni milli kl. 13:30 og 16:00 og bjóða tónleikagestum að syngja með. Fram koma koma Selkórinn, Óperukórinn í Reykjavík, ÁR-kórinn og Góðir grannar.

Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin.

--

Selkórinn var stofnaður árið 1968, upphaflega sem kvennakór en hefur starfað sem blandaður kór frá árinu 1976. Selkórinn hefur á ferli sínum sungið víða erlendis sem hérlendis þó Seltjarnarneskirkja sé ávallt helsta tónleikahúsið. Stjórnandi kórsins er Sigrún Þorgeirsdóttir.

-

Óperukórinn var stofnaður árið 1973 af Garðari Cortes, og hefur síðan skapað sér sterkan sess í íslensku tónlistarlífi. Kórinn hefur staðið að umfangsmiklu tónleikahaldi og sungið ýmis af stærstu verkum tónbókmenntanna með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi kórsins er Axel Aron Cortes.

-

ÁR kórinn (Árnesingakórinn í Reykjavík) var stofnaður 14. febrúar 1967. Kórinn hefur ferðast víða í áranna rás, til allra Norðurlandanna, Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu, Lettlands, Englands, Ungverjalands, Póllands og fyrrum Tékkóslóvakíu. Auk þess hefur hann haldið fjölda tónleika víða um land og tekið þátt í kórastefnum. Stjórnandi kórsins er Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran.

-

Sönghópurinn Góðir grannar hefur starfað í yfir 20 ár. Hópurinn er skipaður reyndum söngvurum og vel menntuðum. Kórinn heldur að jafnaði tvenna tónleika á ári; á aðventu og að vorinu. Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri og tvívegis tekið þátt í norræna kóramótinu Nordklang. Stjórnandi kórsins er Sólveig Sigríður Einarsdóttir.


Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 6. desember - 13:30

Hörpuhorn

Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.

the inside of a large building with a lot of windows and chairs .

eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn