Ókeypis viðburður, Tónlist

Verð
0 kr
Næsti viðburður
mánudagur 1. desember - 19:30
Salur
Norðurljós
Pólsk hughrif á Íslandi. Tónleikar Baltic Neopolis Orchestra frá Póllandi.
Efnt verður til einstakra tónleika þann 1. desember 2025. Þá mun í fyrsta sinn koma fram hér á landi pólsk kammerhljómsveit – Baltic Neopolis Orchestra. Pólsk tónlist 20. og 21. aldar í flutningi frábærra listamanna mun hljóma í Hörpu, einu fegursta og virtasta tónleikahúsi Norður-Evrópu.
Verkefnið „Pólsk hughrif á Íslandi” er ekki aðeins listrænn viðburður heldur einnig táknræn nálgun menningar og þjóða við Eystrasaltið ekki síst nú í ár þegar Pólverjar gegna formennsku í Eystrasaltsráðinu og Íslendingar búa sig undir að taka við henni. Tónlistin verður tungumál sem tengir menningarheima Norður-Evrópu og Eystrasaltsins í anda samvinnu, gagnkvæms skilnings og sköpunargleði.
Dagskrá:
Mikolaj Piotr Górecki – „Forleikur”
Adam Wesolowski – „Söngvar engla”
Marcelo Nisinman – „13 tilbrigði við pólska laglínu“
Pawel Lukaszewski – „Aðventutónlist”
Jóhann Jóhannsson – „A Sparrow Alighted upon our Shoulder”
Mikolaj Piotr Górecki – „Divertimento fyrir strengjasveit”
Flytjendur:
Baltic Neopolis Orchestra undir stjórn Emanuel Salvador
Tónleikadagskráin samanstendur af afar áhugaverðum verkum, sumum í frumflutningi, sem nokkur fremstu, ungu tónskáld Póllands hafa samið sérstaklega fyrir kammersveitina. Hverju verki fylgir heillandi saga – um tilurð þess og innblástur höfundarins sem og listræn kynni sem tengjast frumflutningi þeirra. Efnisskráin er ekki aðeins til marks um fjölbreytileika pólskrar nútímatónlistar heldur dregur hún einnig fram sérstaka næmni hennar og angurblíðar tilfinningar sem eiga djúpar rætur í pólskri hefð en eru um leið opnar fyrir samtali við heimsmenninguna.
Pólsk menning á heimssviðinu
Verkefnið „Pólsk hughrif á Íslandi“ sameinar listræna upplifun og samfélagssýn. Í því birtast Pólverjar sem þjóð sköpunargleði og samvinnu sem er fær um að deila menningararfi sínum með öðrum í anda víðsýni og kredduleysis. Flutningurinn í Hörpu, sem er í huga Íslendinga tákn endurreisnar og vonar, mun virkja hið algilda afl tónlistarinnar; getuna til að fjarlægja landamæri, tungumál og aðgreiningu. Þetta er saga um Pólland, hljómfögur, djörf og einlæg, sem sameinar fólk, staði og tilfinningar í krafti listarinnar.
Polskie Impresje Islandia
Koncert Baltic Neopolis Orchestra (Polska)
1 grudnia, godz. 19:30, Harpa, Reykjavík, Islandia
1 grudnia 2025 roku Islandia stanie sie scena wyjatkowego muzycznego spotkania. Po raz pierwszy w historii na Islandii wystapi polska orkiestra kameralna – Baltic Neopolis Orchestra. W jednym z najpiekniejszych i najbardziej prestizowych miejsc Europy Pólnocnej, sali koncertowej Harpa w Reykjavíku, zabrzmi polska muzyka XX i XXI wieku w interpretacji wybitych artystów. Projekt „Polskie Impresje Islandia” to nie tylko wydarzenie artystyczne, ale tez symboliczny gest zblizenia kultur i narodów regionu Morza Baltyckiego – tym bardziej znaczacy w roku, gdy Polska sprawuje prezydencje w Radzie Panstw Morza Baltyckiego, a Islandia przygotowuje sie do jej przejecia. Muzyka stanie sie tu wspólnym jezykiem, laczacym kultury krajów pólnocnej Europy i regionu Morza Baltyckiego – w duchu wspólpracy, wzajemnego zrozumienia i inspiracji.
Program:
Mikolaj Piotr Górecki „Uwertura”
Adam Wesolowski „Spiewy Aniolów”
Marcelo Nisinman „13 Variations on a Polish Melody"
Pawel Lukaszewski „Advent Music”
Jóhann Jóhannsson „A Sparrow Alighted upon our Shoulder”
Mikolaj Piotr Górecki „Divertimento for string orchestra”
Viðburðahaldari
Baltic Neopolis Orchestra
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.

Næstu viðburðir í Norðurljósum