Rokk og popp, Tónlist

Event poster

Ég skemmti mér - Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars

Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00
Miðasala hefst 31. október - kl. 10:00

Verð

12.999 - 14.999 kr

Næsti viðburður

laugardagur 31. janúar - 20:00

Salur

Silfurberg 2

Eitt óvæntasta söngpar íslenskrar tónlistarsögu, steig fullskapað fram í sviðsljósið á upphafsárum þessarar aldar, eða árið 2005. Gríðarlegur aldursmunur er á parinu en í dag má vart sjá hvort þeirra er eldra, svo vel hafa árin leikið eldri helminginn. Þetta eru þau Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar sem gáfu út þrjár hljómplötur(2005,2006,2007) sem allar fóru í gull í sölu og urðu gríðarlega vinsælar, bæði í útvarpi og á heimilinum landsmanna.

Þessar hljómplötur fengu nafnið Ég skemmti mér, Ég skemmti mér í sumar og sú þriðja var jólaplata. Lögin voru vandlega valin úr dægurlagakistunni, lög sem nutu vinsælda hér áður fyrr og gengu svo í endurnýjun lífdaga með þeim Friðriki Ómari og Guðrúnu. Í kjölfarið héldu þau tónleika víða um land til að fylgja vinsældunum eftir og má segja að þau hafi hætt fyrir fullu húsi.

Ég skemmti mér hljómplöturnar voru skemmtilega útsettar af Ólafi Gauki Þórhallssyni og núna hefur Ingvar Alfreðsson píanóleikari endurútsett lögin en byggir á góðum grunni Ólafs.  

Þau Guðrúnu og Friðrik þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en þau hafa hvort í sínu lagi byggt upp traustan og vandaðan tónlistarferil og tekið þátt í ógrynni verkefna með fjölmörgum tónlistarmönnum. Margir muna eftir minningartónleikum sem Guðrún hélt árið 2002,Óður til Ellyjar(Vilhjálms), sem slógu rækilega í gegn og hún fylgdi eftir í 10 ár og einmitt vegna þeirra sem hún kynntist Friðriki Ómari rúmlega tvítugum tónlistarmanni á Dalvík, árið 2003. Nú síðustu ár hefur hún einbeitt sér að norrænni þjóðlagatónlist, en hún hóf einmitt feril sinn í þeirri tónlist fyrir 40 árum.

Friðrik Ómar hefur byggt upp tónlistarstórveldið RIGG og staðið fyrir tónleikaverkefnum sem tekið hefur verið eftir og hvergi slegið af kröfum, allt uppá 10 á öllum sviðum. Friðrik er einn af okkar allra bestu og vinsælustu söngvurum og framtíðin er hans.

Já, það eru rúm 20 ár frá þessu ÉG SKEMMTI MÉR ævintýri og heldur betur tilefni til að fagna tímamótunum með glæsilegum tónleikum í Hörpu þann 31.janúar 2026.

Þetta verða umfram allt skemmtilegir tónleikar með frábærum lögum sem allir muna eftir og umgjörðin öll hin glæsilegasta í anda gullárana og hér hefur RIGG hvergi sparað til frekar en vanalega. Allt uppá tíu.

Ef hin fullkomna jólagjöf fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu er til, þá er þetta hún!


Viðburðahaldari

Rigg

Miðaverð er sem hér segir

A

14.999 kr.

B

12.999 kr.

Dagskrá

laugardagur 31. janúar - 20:00

Næstu viðburðir í Silfurbergi 2