Börn og Fjölskyldan, Fjölskyldudagskrá Hörpu
Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 11. janúar - 11:00
Salur
Kaldalón
Jazz Hrekkur – Tónleikar fyrir fjölskyldur
Jazz Hrekkur er tónleikadagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem reiddir verða fram jazztónar byggðir á þjóðtrú um að á tímamótum verði skilin milli mannheima og heima hins yfirnáttúrulega óljós – álfar, huldufólk og uppvakningar birtast.
Það eru söngkonan Ingibjörg Fríða Helgadóttir, píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir og kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson sem fræða börnin um jazztónlist – en gæta þess þó að hræða þau ekki of mikið.
Tónlistin er samin af Leifi Gunnarssyni og tónleikagestir mega búast við fjörugum og fræðandi tónleikum þar sem boðið verður upp á virka þátttöku í gegnum söng, klapp og dans.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
sunnudagur 11. janúar - 11:00
sunnudagur 11. janúar - 13:00
Kaldalón er salur staðsettur á fyrstu hæð Hörpu, norðan megin í húsinu. Hann hentar mjög vel fyrir allar tegundir tónleika, leiksýningar, ráðstefnur, fundi og listviðburði.
Næstu viðburðir í Kaldalóni