Sígild og samtímatónlist, Sígildir sunnudagar, Tónleikar
Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 4. janúar - 16:00
Salur
Norðurljós
Fimmleikar er alþjóðlegur blásarakvintett skipaður kennurum við I-AME tónlistarhátíðina í Prag. Meðlimir kvintettsins koma frá Spáni, Austurríki, Íslandi og Bandaríkjunum og sameina fjölbreyttar tónlistarhefðir heimalanda sinna. Nafnið Fimmleikar er tvírætt og vísar bæði til fjölda hljóðfæraleikara og þeirrar miklu leikni sem gott samspil í kammertónlist krefst.
Eftir að hafa leikið saman í Prag í nokkur ár ætla hljóðfæraleikarnir að taka samstarfið skrefinu lengra með tónleikum á Íslandi. Tónleikadagskráin spannar klassíska tónlist, samtímatónverk og tónsmíðar sem endurspegla alþjóðlega sýn og tónlistarsmekk meðlima hópsins. Sérstök áhersla verður á tónlistarleg tengsl Íslands og Austurríkis.
Á tónleikunum verða flutt Sex íslensk lög fyrir blásarakvintett eftir Pál Pampichler Pálsson og frumflutt verða verk eftir Helmut Neumann og Carlos Perón Cano, einnig ýmis tónverk eftir Jón Nordal, Jenni Brandon, Amy Beach og Thomas Daniel Schlee. Í tilefni af nýju ári lýkur tónleikunum á tónlist eftir Johann Strauss.
Almennt miðaverð er kr. 3900, en eldri borgurum, öryrkjum og námsmönnum býðst að kaupa miðann á kr. 2900 í miðasölu Hörpu. Ókeypis aðgangur fyrir 15 ára og yngri.
Tónleikarnir eru um 90 mínútur, með hléi
Viðburðahaldari
Fimmleikar
Miðaverð er sem hér segir
A
3.900 kr.
Dagskrá
Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót. Norðurljós er hin fullkomna umgjörð og býður upp á fjölbreytta notkunarmöguleika.
Næstu viðburðir í Norðurljósum