Menningarnótt, Ókeypis viðburður
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 23. ágúst - 17:15
Salur
Hörputorg
Dansarar frá Dansi Brynju Péturs bjóða upp á magnað street dansatriði á Hörputorgi á Menningarnótt. Missið ekki af sprúðlandi orku, geggjaðri gleði, frábærum dönsurum og mergjaðri tónlist. Dans Brynju Péturs hefur verið starfræktur frá árinu 2012 en þar er boðið upp á metnaðarfullt nám í street dansi fyrir börn og ungmenni.
Hvar: Hörputorgi
Hvenær: 23. ágúst kl. 17:15 - 17:35
Öll hjartanlega velkomin
Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarnætur á Hörputorgi sem er í boði Hörpu, Landsbankans og Hafnartorgs.
Brynja Pétursdóttir stofnaði Dans Brynju Péturs árið 2012 en þar er boðið upp á street danskennslu fyrir alla aldurshópa. Dans Brynju Péturs hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt allar götur síðan og komið fram við alls kyns tækifæri.
https://www.brynjapeturs.is/
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 23. ágúst - 17:15
eventTranslations.event-showcase-hörputorg