Börn og Fjölskyldan, Dans, Menningarnótt, Stórsveit

Event poster

Fjöl­skyldu­ball með Stór­sveit Reykja­víkur í Silf­ur­bergi | Harpa á Menn­ing­arnótt

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 23. ágúst - 14:30

Salur

Silfurberg

Stórsveit Reykjavíkur í samstarfi við Hörpu leiðir börn og fjölskyldur í sveifluballi á Menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst í Hörpu. Á ballinu tekur Stórsveitin gesti með sér í dillandi tónlistarferðalag og dansarar halda örnámskeið í einföldum danssporum.

Eiríkur Rafn Stefánsson stjórnar sveitinni og Bragi Árnason, leikari og dansari leiðir danskennsluna. Dansarar frá Háskóladansinum, Lindy Hop, Lindy Ravers og Sveiflustöðinni taka svo virkan þátt í dansleiknum.

Dansgólfið er opið. Sveiflum okkur saman, stór og smá!

Dansleikurinn stendur yfir í um 40 mínútur. Hann hefst klukkan 14:30 í Silfurbergi sem er á 2. hæð í Hörpu. Öll hjartanlega velkomin og aðgangur er ókeypis.



Viðburðahaldari

Harpa

Miðaverð er sem hér segir

A

0 kr.

Dagskrá

laugardagur 23. ágúst - 14:30

Silfurberg

Silfurberg er annar stærsti salurinn í Hörpu og sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld.

a large room with tables and chairs set up for a party

Næstu viðburðir í Silfurbergi