Klassík, Ókeypis viðburður, Sígild og samtímatónlist, Sinfóníuhljómsveit, Tónlist

Verð
0 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 5. febrúar - 12:00
Salur
Eldborg
Leiðbeinandi:
Eva Ollikainen
Efnisskrá
Ludwig Van Beethoven Forleikurinn Að Prómeþeifi
Wolfgang Amadeus Mozart Sinfónía nr. 40
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur nú í sjöunda sinn námskeið í hljómsveitarstjórn undir stjórn og leiðsögn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra sveitarinnar. Í akademíunni fær ungt og efnilegt tónlistar fólk tækifæri til þess að spreyta sig á stjórnandapallinum og stjórna hljómsveitinni, undir styrkri handleiðslu Evu Ollikainen. Akademían er fyrst og fremst vettvangur nemenda sem lokið hafa miðprófi hið minnsta í hljóðfæraleik eða söng. Völdum nemendum gefst svo tækifæri til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnum hádegistónleikum í lok námskeiðsins.
Þetta starf er farið að bera ríkulegan ávöxt og hafa nemendur akademíunnar þegar látið til sín taka á pallinum, bæði hér heima og erlendis.
Viðburðurinn er öllum opinn og geta gestir fylgst með þessum hæfileikaríku stjórnendum stíga sín fyrstu skref á pallinum. Aðgangur er ókeypis.
Viðburðahaldari
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Þessi viðburður er ókeypis
Dagskrá
fimmtudagur 5. febrúar - 12:00
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn er sérhannaður til tónleikahalds, en hentar einnig vel fyrir ráðstefnur og fyrirlestra.

Næstu viðburðir í Hörpu