Kór, Ókeypis viðburður
Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 25. maí - 15:30
Salur
Hörpuhorn
Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði syngur lög frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð um vorið, frið og fegurð lífsins.
Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 25. maí, kl. 15:30 - 16:00
Gaflarakórinn, kór eldri borgara í Hafnarfirði var stofnaður 1994. Í kórnum eru um 40 félagar. Kórinn syngur alls konar lög. Hann syngur á hjúkrunar- og dvalarheimilum tvisvar á ári og heldur árlega vortónleika. Hann tekur einnig þátt í árlegum samkomum 5 kóra af suðvesturhorninu. Stjórnandi kórsins síðustu 20 ár er Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir.
Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
sunnudagur 25. maí - 15:30
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn