Kór, Ókeypis viðburður
Verð
0 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 25. maí - 14:00
Salur
Hörpuhorn
Kórinn Bjartsýni syngur falleg lög úr ólíkum áttum.
Stjórnendur eru Stefan Sand og Arnhildur Valgarðsdóttir.
Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 25. maí kl. 14
Kórinn Bjartsýni var stofnaður síðastliðið haust og æfir vikulega í húsnæði Blindrafélagsins. Kórinn starfar af metnaði og gleði og mun meðal annars koma á vegum Listar án landamæra og mun aftur koma fram í Hörpu á menningarnótt. Heiðursfélagar í kórnum eru leiðsöguhundarnir Vísir , Gaur og Alex . Stjórnendur eru Stefan Sand og Arnhildur Valgarðsdottir. Starfsemi kórsins er styrkt af Blindrafélaginu.
Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
sunnudagur 25. maí - 14:00
Hörpuhorn er glæsilegt opið rými, við glerhjúpinn á annarri hæð, með útsýni yfir miðborgina, hafið og fjöllin. Í Hörpuhorni eru margir möguleikar á útfærslu tónleika fyrir allar tónlistarstefnur.
eventTranslations.event-showcase-hörpuhorn