Hörp­u-á­hrifin

an aerial view of a city with a large building in the middle of the water .

Ný skýrsla um hagræn áhrif Hörpu hefur litið dagsins ljós. Skýrslan var unnin af Rannsóknasetri skapandi greina að frumkvæði Hörpu og varpar ljósi á efnahagslegt gildi starfseminnar.

Kortlagning á hagrænu fótspori Hörpu er mikilvæg enda er það mun víðtækara en það sem birtist í ársreikningum félagsins. Harpa skapar ekki eingöngu vettvang fyrir metnaðarfulla starfsemi heldur margs konar hagræn áhrif á íslenskt samfélag.

Harpa gegnir afar mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið, bæði með beinum og óbeinum hætti. Ábatinn fyrir samfélagið skilar sér meðal annars í aukinni verðmætasköpun, fjölgun starfa, auknum skatttekjum og víðtækum afleiddum áhrifum á hagkerfið. Hagræn áhrif Hörpu, hin svokölluðu „Hörpu-áhrif“ eru mun umfangsmeiri en það sem birtist í ársreikningi félagsins og benda niðurstöður skýrslunnar til þess að starfsemi Hörpu hafi veruleg efnahagsleg áhrif.

Áætlað er að árleg verðmætasköpun nemi um 10 milljörðum króna og heildarskatttekjur af starfseminni um 9 milljarða. Þetta er töluvert hærra en núverandi rekstrarframlag til Hörpu.

Þá kemur fram að um 650 störf megi rekja með beinum og óbeinum hætti til starfseminnar. Þar má nefna allt frá tæknimönnum, sviðsmönnum og hljóðmönnum sem tryggja að tónleikar og ráðstefnur gangi snurðulaust fyrir sig, til veitingafólks, ferðamannaþjónustu og hönnuða sem njóta áhrifa af fjölbreyttri starfsemi hússins. Hörpu má því líkja við hjarta sem dælir lífi út í skapandi greinar og þjónustu í borginni.

Jafnframt er ljóst að áhrif Hörpu verða ekki einungis metin í tölum. Skýrslan gefur til kynna að húsið hafi haft víðtæk áhrif á menningu, skapandi greinar og samfélagið í heild.

Lykiltölur úr niðurstöðum skýrslunnar

Viðburðir á ári

1.400

Jákvæðni í garð Hörpu

90% gesta

Árlegur virðisauki og verðmætasköpun

10 milljarðar króna

Árlegar skatttekjur til hins opinbera af starfsemi

9 milljarðar króna

Fjöldi skapaðra starfa

650

1,2 milljón heimsókna árlega

Þrefaldur íbúafjöldi Íslands

  • Með Hörpu fékk Reykjavík á sig alþjóðlegri og listrænni ásýnd.

  • Harpa hefur skapað tækifæri fyrir fólk til að vera fagfólk í sinni grein.