Grunnmyndir af Hörpu

Grunnmyndirnar sýna skipulag allra hæða í Hörpu og eru ætlaðar til að styðja við skipulagningu og framkvæmd viðburða. Þær veita yfirsýn yfir rými, aðgengi og tengsl milli svæða og nýtast við skipulag ráðstefna, sýninga og annarra viðburða. Myndirnar eru til viðmiðunar við undirbúning viðburða í húsinu.

Harpa býður yfir 6.600 m² af ráðstefnurými. Hægt er að skipta upp eða samnýta sali á fjölbreyttan hátt til að taka á móti allt að 3.500 þátttakendum. Allir salir eru fjölnota og búnir hágæða hljóðvist og nýjasta tæknibúnaði. Reynslumikið teymi Hörpu veitir persónulega þjónustu með það að markmiði að tryggja farsælan viðburð.