13. nóvember 2021

Undan­þága veitt á fram­vísun hrað­prófs

Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita undanþágu á framvísun hraðprófa helgina 13.-14. nóvember.

Gestir Hörpu eru sem fyrr hvattir til að fara í hraðpróf fyrir viðburði helgarinnar og framvísa neikvæðum hraðprófsniðurstöðum en engum verður vísað frá sem ekki hafa slíkt meðferðis.

Ástæðan fyrir undanþágu er álag á hraðprófsstöðvar og að erfitt hefur reynst að bóka og komast að í hraðpróf.

Hörpugestir eru minntir á að grímuskylda er á alla viðburði í húsinu og við hvetjum alla okkar gesti til að sýna ábyrgð og sinna einstaklingsbundnum smitvörnum.

Harpa hefur ávallt lagt áherslu á ábyrgt viðburðarhald og fylgir í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. 

Fréttir