29. desember 2021

Úhlutun styrkja til tónleika­halds í Hörpu

á árinu 2022

Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram 17. desember 2021.

Alls bárust 40 umsóknir. Styrkþegar voru 18 talsins og heildarupphæð styrkja nemur 6,7 miljónum kr. Þessi hlutu styrk til tónleikahalds í Hörpu á árinu 2022.

Barokkhópurinn Brák „Tvær hliðar“ Tónleikar með barokktónlist og frumflutningi tónverka eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Kristin Smára Kristinsson og Þráin Hjálmarsson

Camerarctica Tónleikar í tilefni af 30 ára starfsafmæli tónlistarhópsins. Frumflutningur á verki eftir John Speight, verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og ástralska tónskáldið Ian Munro.

Kammerhópurinn Cauda Collective „Öld vatnsberans“ tónleikar með verkinu „Tierkreis“ eftir Stockhausen í útsetningu hópsins og frumflutningi verka eftir Fjólu Evans og Finn Karlsson

Félag íslenskra kórstjóra Opnunartónleikar norrænnar kórstjóraráðstefnu í júní 2022 Valdir íslenskir kórar flytja íslenska tónlist.

Gunnar Andreas Kristinsson Útgáfutónleikar með tónlist Gunnars af hljómplötunni Moonbow. Flytjendur: Caput, Duo Harpwek og strokkvartettinn Siggi

Tríó Guitar Islandcio Tónleikar í tilefni af 20 ára afmæli tríósins. Björn Thoroddsen, Þórður Árnason og Jón Rafnsson ásamt Unni Birnu Björnsdóttur og sænska saxófónleikaranum Jonas Knudsson

Jacek Karwan og Elena Postumi Bassaperlur – tónverk fyrir kontrabassa og píanó, m.a eftir Atla Heimi Sveinsson, Zbinden, Gubaidulina og Elenu Postumi.

Kordo Strengjakvartettinn Tvennir tónleikar; „Perlur“ með þáttum úr þekktum strengjaverkum og tónleikar með franskri tónlist.

Kristín (Stína) Ágústsdóttir, söngur og dans, ásamt hljómsveit, hörpu og strengjakvartett Útgáfutónleikar plötunnar „Drown to die a little“

Listvinafélagið í Reykjavík Mótettukórinn, einsöngvarar og barokkhljómsveit undir stjórn Harðar Áskelssonar flytja Óratoríuna Messías eftir G. F. Händel á aðventu 2022

Rannveig Marta Sarc og Mathias Halvorsen „Nýjar og gamlar raddir“ , tónleikar fyrir fiðlu og píanó Frumflutningur verks eftir I.E. Rodríguez, fyrsti flutningur á Íslandi á verki eftir Eleanor Alberga, og verk eftir Janácek og Schumann.

Sigrún Eðvaldsdóttir og Rikke Sandberg Tónleikar fyrir fiðlu og píanó. 24 Preludiur eftir rússneska tónskáldið Leru Aurebach, og sónata eftir Prokofiev.

Tónlistarhópurinn Umbra Útgáfutónleikar á plötu með útsetningum hópsins á íslenskum þjóðlögum og eigin tónsmíðum.

Þóra Kristín Gunnarsdóttir Kammertónlist fyrir píanó, strengi og blásara. Píanókvintett eftir Shostakovich og sextett fyrir píanó, klarinett, horn og strengjatríó eftir Dohnanyi.

Kammermúsíkklúbburinn Tónleikadagskrá klúbbsins 2022

Stórsveit Reykjavíkur Tónleikadagskrá sveitarinnar 2022

Jazzklúbburinn Múlinn Tónleikadagskrá klúbbsins 2022

Kammersveit Reykjavíkur Tónleikadagskrá sveitarinnar 2022

Fréttir