23. október 2025

Harpa styður réttindabaráttu kvenna og kvára

og tekur þátt í Kvennaverkfalli 24. október 2025

A purple graphic reading "50 ár (1975-2025) KVENNAVERKFALL 24. OKTÓBER 2025" over a black and white photo of a large protest crowd.

Harpa styður réttindabaráttu kvenna og kvára og hvetur þann hóp í starfsliði Hörpu til að taka virkan þátt í Kvennafrídeginum. Jafnframt verður öðru starfsfólki gert kleift að sinna þriðju vaktinni eftir þörfum.

Í ljósi þessa verður gert hlé á símsvörun á morgun, föstudaginn 24. október. Ef erindið þolir ekki bið er hægt að senda póst á midasala@harpa.is. Svarað verður við fyrsta tækifæri. Símsvörun hefst aftur laugardaginn 25. október kl. 10:00.

Harpa leggur ríka áherslu á jafnréttismál í starfsemi sinni. Harpa er með faggilta jafnlaunavottun og hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar síðastliðin tvö ár.

Fréttir