10. mars 2022

Hljóðhimnar hafa opnað

Upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þeirra, staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna.

Hljóðhimnarmtexta

Ein af afmælisgjöfunum á 10 ára afmæli Hörpu er nýtt rými sérstaklega hugsað fyrir börn og fjölskyldur. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur, sem eiga sitt fasta aðsetur í Hörpu, eru meðal þeirra sem lögðu sitt af mörkum til þess að skapa einstakt upplifunarferðalag um töfraheim hljóðs og tóna. Rýmið hefur hlotið hið fallega nafn Hljóðhimnar og er staðsett á jarðhæð í Hörpu. Rýmið er opið á opnunartíma hússins og allir velkomnir!

Hljóðhimnar er upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þeirra, staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna. Þar er hægt að setja sig í stellingar hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hjúfra sig upp að vögguvísum og sönglögum Íslensku Óperunnar, kíkja inn í músaholur eins og Maxímús Músíkús, sigla um tónlistarinnar höf með Tónstýri Stórsveitar Reykjavíkur og margt fleira.

Viðburðadagskrá tengd rýminu hefst með [@portabletext/react] Unknown block type "span", specify a component for it in the `components.types` prop og teygir sig inn í vorið með fjölbreyttri starfsemi svo fylgist vel með.

Í Hljóðhimnum slær hjarta barnamenningar í Hörpu.

[@portabletext/react] Unknown block type "span", specify a component for it in the `components.types` prop

[@portabletext/react] Unknown block type "span", specify a component for it in the `components.types` proptil að fá upplýsingar um viðburðadagskrá Hljóðhimna.

Fréttir