23. október 2023, 00:00
Harpa styður réttindabaráttu kvenna og kvára
og hvetur konur í starfsliði Hörpu til þess að taka virkan þátt í Kvennafrídeginum.

Harpa styður réttindabaráttu kvenna og kvára og hvetur konur í starfsliði Hörpu til þess að taka virkan þátt í Kvennafrídeginum auk þess sem öðrum starfsmönnum verður gert kleift að sinna þriðju vaktinni heima fyrir eins og nauðsynlegt er.
Í ljósi þessa verður gert hlé á símsvörun á morgun, þriðjudaginn 24. október. Ef erindið má alls ekki bíða er hægt að senda póst á midasala@harpa.is og svarað verður við fyrsta tækifæri. Símsvörun hefst aftur miðvikudaginn 25. október kl. 10.
Harpa leggur ríka áherslu á jafnréttismál í starfsemi sinni og fékk á dögunum nýja jafnlaunavottun, sem er ákveðin viðurkenning á jafnréttisvinnu Hörpu.
Jafnrétti á vinnustað er vissulega ekki eingöngu falið í launum, heldur jöfnum tækifærum innan vinnustaðarins og leggur Harpa að sama skapi mikla áherslu á að starfsfólk hafi jöfn tækifæri til verkefna, starfsþróunar og menntunar innan Hörpu.