5. nóvember 2021

Breyt­ingar á samkomutak­mörk­unum

Samkvæmt nýútgefnum samkomutakmörkunum og reglugerð þess efnis mega nú 500 manns koma saman í hólfi en heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns með hraðprófum.

Grímuskylda mun taka gildi frá og með morgundeginum, 6. nóvember, en ný reglugerð verður birt í dag og mun gilda í 4 vikur eða til 8. desember.

Miðahafar og gestir Hörpu munu fá allar upplýsingar jafnóðum eftir því sem fram vindur, í góðu samstarfi og samráði við viðburðahaldara.

Harpa hefur ávallt lagt áherslu á ábyrgt viðburðarhald og fylgir í einu og öllu núgildandi reglum og viðmiðum um samkomutakmarkanir. Útfærslur á viðburðahaldi eru unnar í nánu samstarfi við almannavarnir með fagmennsku og áreiðanleika að leiðarljósi.

Sem fyrr eru gestir hvattir til að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir í hvívetna og gæta að fjarlægðarmörkum í almenningsrými.

Fréttir