Harpa er aðildarfélagi í Festu - miðstöð um sjálfbærni.
Festa - miðstöð um sjálfbærni eru frjáls félagasamtök þar sem einu hagsmunir eru sjálfbærni. Tæplega 200 framúrskarandi fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir mynda samfélag Festu og er markmiðið að hafa auðgandi áhrif á umhverfi og samfélag.
Festa heldur fjölda viðburða á ári um sjálfbærni í samstarfi við aðildarfélög, hagaðila, stjórnvöld, háskóla og ýmis samtök. Auk þess að standa fyrir fjölbreyttum námskeiðum, fundum, hvatningarverkefnum og ráðstefnum. Markmiðið er að efla getu fyrirtækja og hvers kyns skipulagsheilda til að vera framúrskarandi á sviði sjálfbærni.
Festa fylgist með leiðandi straumum og stefnum út í heimi og leitast eftir því að færa íslensku samfélagi viðeigandi upplýsingar.