Fræðsla vegna notkunar eftirlitsmyndavéla í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss
Húsakynni Hörpu er vöktuð með eftirlitsmyndavélum. Vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum félagsins í því skyni að tryggja öryggi og vernda eignir Hörpu.
Ekki er unnið með upplýsingarnar né eru þær afhentar öðrum, nema með samþykki hins skráða og í samráði við persónuvernd. Ef um er að ræða slys eða meintan refsiverðan verknað er heimilt að afhenda lögreglu upplýsingarnar. Í þeim tilfellum er öllum öðrum eintökum eytt hjá Hörpu.
Ábyrgðaraðili vöktunarinnar er
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Sími: 528-5000
Netfang: fasteignasvid@harpa.is
Persónuverndarfulltrúi
Persónuvernarfulltrúi Hörpu er Gunnlaugur Garðarsson lögmaður hjá Local lögmönnum. Hafir þú spurningar eða athugasemd í tengslum við persónuverndarmál má senda á netfangið personuvernd@harpa.is.
Tilgangur vöktunarinnar
Eftirlitsmyndavélar eru mikilvægur hluti af öryggiskerfi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Húsnæði og lóð Hörpu eru vöktuð með rafrænum hætti og eru merkingar við innganga og innanhúss sem upplýsa starfsfólk og gesti um að rafræn vöktun fari fram. Tilgangur vöktunarinnar er að tryggja öryggi starfsfólks, gesta, eigna og gagna, ásamt því að stuðla að öruggu og ábyrgu umhverfi innan og við Hörpu.
Heimild til vinnslu
Vöktunin fer fram á grundvelli lögmætra hagsmuna Hörpu í tengslum við eigna- og öryggisvörslu, sbr. 6. tölulið 9. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og f-lið 1. mgr. 6. gr. reglugerðar (ESB) 2016/679.
Tegundir persónuupplýsinga
Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.
Viðtakendur
Allt myndefni er aðgengilegt öryggisdeild Hörpu sem hefur umsjón með framkvæmd vöktunarinnar. Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur jafnframt verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls. Sjá að öðru leyti 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.
Varðveislutími myndefnis
Myndefni er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt. Þó geta upptökur verið varðveittar lengur sé það nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt. Sjá að öðru leyti 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. og 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun.
Réttindi einstaklinga
Einstaklingar eiga rétt á að skoða myndefni þar sem þeir sjást og fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi einstaklinga samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.
Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
Þeir sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þeir telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum.