Harpa er meðlimur í Samtökum norrænna tónlistarhúsa sem samanstanda af helstu tónlistarhúsum og sviðslistahúsum í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum, Finnlandi og á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1983 og hafa nú að geyma 18 aðildarhús. Heildarsætafjöldi aðildarhúsa innan samtakanna er yfir 70.000 sæti.
Hlutverk samtakanna er að tryggja og efla sameiginlega hagsmuni aðildarhúsa og skuldabinda þau sig til samvinnu í því skyni að stuðla að og efla menningarlíf á Norðurlöndum.