Veislur

Harpa býður upp á sali og rými af öllum stærðum og gerðum sem henta fyrir allar gerðir af veislum.

Veisluþjónusta Hörpu

Veisluþjónusta Hörpu hefur á að skipa stórum hóp starfsfólks með mikla reynslu af veisluhaldi. Hópur sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi og um leið persónulega þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni og fallega framsetningu. Fjölbreytt úrval af léttvíni, sterku víni og bjór má finna á barnum þar sem barþjónar okkar töfra fram drykki eftir óskum.

Hafðu samband við veisluþjónustu Hörpu og við sérsníðum lausn eftir þínum þörfum.

Senda tölvupóst á veislur@harpa.is.

Björtuloft

Björtuloft eru staðsett á efstu hæðum Hörpu — með stórbrotnu útsýni yfir borgina, höfnina og fjallahringinn allt um kring. Björtuloft eru sérstaklega glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir.

Háaloft

Háaloft er glæsilegur salur á efstu hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóann og fjallahringinn. Salurinn er 200 m² og má nýta með Björtuloftum samhliða eða sem stækkun.

Norðurljós

Norðurljós er hin fullkomna umgjörð utan um ýmis konar viðburði. Með sérhönnuðum ljósabúnaði sem hægt er að stilla í ýmsum litbrigðum má búa til þá stemningu sem óskað er eftir í hvert sinn. Tvennar hljóðeinangraðar dyr tengja Norðurljós og Silfurberg þannig að mögulegt er að samnýta salina með góðum árangri fyrir stærri viðburði.

Silfurberg

Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er á annarri hæð hússins. Silfurberg er sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld. Hægt er að skipta salnum í tvennt með fellivegg sem er hljóðeinangraður og rúmar þá hvor salur um sig um 325 gesti í sæti.

Bóka veislu í Hörpu

Ekki hika við að hafa samband og fá frekari upplýsingar:

Ráðstefnudeild

Ráðstefnudeild

Grímur Þór Vilhjálmsson

Viðskiptastjóri ráðstefnudeild

Hrafnhildur Svansdóttir

Viðskiptastjóri ráðstefnudeild

Rúnar Freyr Júlíusson

Viðskiptastjóri ráðstefnudeild

Veislur í Hörpu

Algengar spurningar og svör