Streymi

Harpa býður upp á streymislausnir með aðstöðu og tækjabúnað á heimsmælikvarða og er þekkt fyrir fagþekkingu starfsfólks og persónulega þjónustu,

Streymi

Harpa hefur streymt fjöldanum öllum af fundum og viðburðum fyrir fyrirtæki, félagasamtök og opinbera aðila. Gæði streymisins skiptir máli og að efnið skili sér hnökralaust til gesta hvar sem þeir eru staddir.

„Ráðstefnulausnir Hörpu og öll þjónustan í kringum viðburði er algjörlega til fyrirmyndar. Verkefnastjórar sem og tæknifólk leystu allar okkar tækniþarfir á faglegan hátt og greinilegt er að í Hörpu er metnaður til að gera hlutina vel. Við erum gífurlega þakklát fyrir frábæra þjónustu. Takk fyrir okkur!“

– Markaðs- og samskiptadeild Landsbankans

Viðburður á vefnum

Taktu upp eða sendu út erindi í glæsilegri umgjörð Hörpu þar sem fundarstjóri og tækniteymi sjá til þess að allt sé eins og best verður á kosið.

„Yfir 900 kvenleiðtogar tóku þátt í þriggja daga Heimsþingi kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum, sem haldið var með rafrænum hætti í ár vegna heimsfaraldursins. Heimsþinginu var stýrt frá Hörpu með fjarfundarbúnaði og gekk hnökralaust fyrir sig þökk sé frábæru samstarfi við stjórnendur og starfsmenn Hörpu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að við náðum að halda heimsþingið á þessum fordæmalausu tímum þar sem umræða um stöðu jafnréttismála hefur sjaldan verið jafn mikilvæg.“

– Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Women Political Leaders, WPL

Blönduð leið

Gestir eru staðsettir bæði í sal og heimavið, eða á sínum vinnustað. Því er mikilvægt að tryggja að allir gestir fái sömu upplifun, og að samskipti á milli fyrirlesara, sýnenda og gesta gangi vel fyrir sig. Tæknifólk Hörpu vinnur með öllum aðilum til að tryggja vel heppnaðan viðburð.

„Nýr veruleiki kallar á nýjar lausnir. Undanfarin ár hafa Samtök iðnaðarins haldið fjölmennt Iðnþing í Hörpu. Í stað þess að leggja árar í bát og fresta Iðnþingi 2020 vegna faraldursins var ákveðið að bjóða öllum landsmönnum á þingið að þessu sinni með beinni útsendingu frá Hörpu. Starfsfólk Hörpu reyndist okkur vel og voru allir reiðubúnir að finna lausnir þar sem öllum kröfum um sóttvarnir var hægt að fylgja eftir í hvívetna.“

– Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins

Streymi

Viðburðir á vefnum

Blönduð leið

Tengi­liðir

Ráðstefnudeild

Ráðstefnudeild

radstefnur@harpa.is