Samtök Norrænna tónlist­ar­húsa

Efla menningarlíf á Norðurlöndum.

Harpa er meðlimur í Samtökum Norrænna tónlistarhúsa. Samtökin voru stofnuð árið 1983 og samanstanda af 18 meðlimum helstu tónleikahúsa og sviðslistamiðstöðva í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum, Finnlandi og Íslandi.

Markmið samtakanna er að gæta og stuðla að gagnkvæmum hagsmunum meðlima og ber félagsmönnum skylda til samstarfs til að efla menningarlíf á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar