Kaldalón

Salur sem hentar fyrir tónleika, ráðstefnur og fyrirlestra.

Kaldalón er staðsettur á fyrstu hæð Hörpu. Salurinn er með breytilegri lýsingu í veggjum og hentar sérstaklega vel fyrir minni ráðstefnur, fundi, fyrirlestra og bíósýningar.

Salurinn er með hallandi sætum og hægt er að sýna myndbönd á stóru sýningartjaldi.

Norðurbryggja, fyrir framan Kaldalón, skartar fallegu útsýni yfir smábátahöfnina og hentar afar vel fyrir ýmis konar móttökur og sýningar.

Allir viðburðir í Kaldalón.

Tækniupplýsingar

Stærð salar 198 m²
Lofthæð 8 metrar
Lengd og breidd sviðs 10 x 6 metrar
Föst sæti með felliborðum
Hallandi gólf
Stillanlegur ómunartími
Aðstaða fyrir upptökur
Möguleiki á kvikmyndasýningu
Tengibrunnar í gólfi fyrir tölvur og rafmagn
Sætafjöldi: 195 (leikhúsuppröðun)

Skoðaðu salinn

Bóka viðburð í Hörpu

Ráðstefnudeild

Myndasafn