x checkmark sr arrow-right brouchure calendar check clock close compass conference download easel epal facebook food-and-shopping food fullscreen grid halls harpa-icon harpa sinfo instagram leaf like listi magnify mail menu minify minus move music opera pictures play plus qoute recording search select-alt select shopping simple-arrow-left simple-arrow-right sitemap telephone ticket twitter youtube spotify snapchat linkedin youtube

Múlinn Jazzklúbbur

Gæðajazz á góðu verði

Tónleikar á Múlanum

Múlinn Jazzklúbbur vikulega í Björtuloftum allt árið um kring.

Tónleikadagskrá Múlans sem er að öllu jöfnu bæði metnaðarfull og fjölbreytt er gott dæmi um þá miklu grósku sem einkennir íslenskt jazzlíf þar sem allir straumar og stefnur eiga heima. Áheyrendur geta hlustað á gæðajazz á góðu verði með frábæru útsýni yfir höfnina. Múlinn er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Stofnár Múlans var haustið 1997 en fyrstu tónleikarnir fóru fram í ársbyrjun 1998. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Miðaverð á tónleikana er 2.500 krónur en 1.500 krónur fyrir eldri borgara, nemendur og öryrkja.

Skipuleggjendur Múlans eru þeir Ólafur Jónsson og Haukur Gröndal.


Dagskrá - Haust 2018

Föstudagur 28. september
Narodna Muzika

Borislav Zgurovski, accordion
Haukur Gröndal, clarinet
Ásgeir Ásgeirsson, tamboura, bouzouki and oud
Þorgrímur Jónsson, bass
Erik Qvick, percussion

Á opnunartónleikum haustdagskrár Múlans verður fagnað að tíu ár eru síðan fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar Narodna Muzika sem Haukur Gröndal klarínett- og saxófónleikari hleypti af stokkunum árið 2006 kom út. Af þessu tilefni er harmóníkuleikarinn Borislav Zgurovski frá Búlgaríu mættur til landsins en þeir félagarnir eru að hljóðrita efni fyrir nýja plötu sem áætlað er að komi út á fyrrihluta næsta árs. Leikin verður fjölbreyttr efnisskrá frumsaminna laga og tökulaga frá Búlgaríu, Makedóníu og Grikklandi. Tónleikarnir eru í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn.

The World Music Club in collaboration with Múlinn Jazz Club open up the autumn program hosting a concert with Narodna Muzika, a project launched by clarinetist Haukur Gröndal in 2006 paying homage to the masters of Balkan folklore music. Accordion virtuoso Borislav Zgurovski from Bulgaria pays a visit to participate in the event and also joining Haukur and others in the studio to record material for a new CD to be released in early 2019. Sets of diverse original songs and melodies from Bulgaria, Macedonia and Greece.

Miðvikudagur 3. október
Travelling Through Cultures, útgáfutónleikar


Sigríður Thorlacius, vocals

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, violin
Haukur Gröndal, saxophone and clarinet
Ásgeir Ásgeirsson, oud, tamboura and bouzouki
Þorgrímur Jónsson, bass
Erik Qvick, percussion
Kjartan Guðnason, percussion
Special guest, Borislav Zgurovski, accordion

Útgáfutónleikar á öðrum geisladiski gítarleikarans Ásgeirs Ásgeirssonar með íslenskum þjóðlögum, “Travelling Through Cultures”. Á disknum eru áhrifin og flytjendur frá fjölmörgum löndum, Búlgaríu, Indlandi, Grikklandi, Austurríki og Íslandi. Íslensku þjóðlögin í nýjum búning.

Release concert of the second CD from guitarist and multi-string instrumentalist Asgeir Asgeirsson containing Icelandic folksongs, Travelling Through Cultures.The album features Bulgarian folk musicians, Indian tabla player, Greek bouzouki player and Austrian flamenco percussionist. Icelandic folksongs with new time-signatures and eastern flavour.


Miðvikudagur 10. 
október
ANNES

Ari Bragi Kárason, trumpet and keyboard
Jóel Pálsson, saxophone
Eyþór Gunnarsson, piano and keyboard
Guðmundur Pétursson, guitar
Einar Scheving, drums

Annes hefur starfað síðan 2014 og gefið út plöturnar „Annes“ (2015) og „Frost“ (2017). Af fyrri plötunni hlaut verkið „Henrik“ Íslensku tónlistarverðlaunin en „Frost“ var síðan plata ársins í Jazz og blús flokki. Hljómsveitin leikur höfundaverk meðlima þar sem skautað er frá andlegri endurspeglun veðurbrigða norðurslóðanna yfir í pólitíska satíru með umhverfisvitundina að leiðarljósi. Þó að tónlistin eigi sterkar rætur í tungumáli jazzins er hún fyrst og fremst suðupottur ólíkra áhrifa meðlima sem hver og einn hefur látið ríkulega til sín taka á persónulegum ferli. Strangar útsetningar, opinn spuni, hljóðstemningar, spilagleði, háleit hugmyndakerfi og bernskar hneigðir eru allt hluti af tónmáli Annes.

Since formation in 2014 electric jazz group Annes has released two award nominated albums „Annes“ (2015) and „Frost“ (2017). The band plays original material which travels from psychological reflections of the northern weather climate to political satire, connected by environmental awareness. Although the music is well grounded in the jazz tradition it is a melting pot of various influences, a result of the often a great difference between individual members of the band.  Strict arrangements, open improvisation, athmospheric textures, joyfulness, conceptual systems and naive tendencies are all part of Annes musical language.

Miðvikudagur 17. október
Gunnar Hilmarsson Tríó

Gunnar Hilmarsson, guitar
Jóhann Guðmundsson, guitar
Leifur Gunnarsson, bass

Innblástur tríósins að hljómgrunninnum er fengin frá Sígauna-gítarleikaranum Django Reinhardt. Á fyrri hluta 20. aldar lagði Reinhardt grunninn að jazzgítarstíl sem í dag er kenndur við hann og er enn í stöðugri þróun. Hljómsveitin hefur einnig verið að máta nýrri lög við þennan búning og tekist vel til. Í janúar 2018 spilaði tríóið á Djangohátíð í Amsterdam við góðar undirtektir.

The trio inspiration comes from the French-Belgian gypsy guitarist Django Reinhardt. In the early 20th century Reinhardt laid the foundation to a form of jazz guitar style which today bears his name and is still in constant evolution. The band has also been trying out new jazz standards in this style with good results. In January 2018 GHT performed at Django Amsterdam at Bimhuis and got a standing ovation.

Miðvikudagur 24. október
Bláir skuggar

Sigurður Flosason, saxophone
Andrés Þór Gunnlaugsson, guitar
Þórir Baldursson, hammond organ
Jóhann Hjörleifsson, drums

Flutt verður tónlist á mörkum jazz og blús af fyrri plötum Sigurðar í þeim stíl; Bláir skuggar, Blátt ljós og Blátt líf. Einnig verða flutt ný lög í sama stíl. Jazzaður blús og blúsaður jazz mætast á miðri leið.

The quartet will perform new and older compositions of Sigurdur Flosason, stylistically somewhere in between jazz and blues. A band of veterans of different generations on the Icelandic jazz scene.

Föstudagur 26. október
Múlakvintettinn

Haukur Gröndal, saxophone
Ólafur Jónsson, saxophone
Ásgeir Ásgeirsson, guitar
Þorgrímur Jónsson, bass
Erik Qvick, drums

Kvintettinn leikur fjölbreytta tónleikadagskrá verka sem áður hafa verið á dagkrá hljómsveitarinnar, m.a. frumsamið, Cannonball, Tristano, Henderson og Parker. Tónlist útsett fyrir tvo saxófóna og rytmasveit með dillandi flæði sveiflunnar.

The band plays a varied program of works previously featured by the band. Cannonball Adderley, Tristano, Parker, Henderson and some originals. Swing, swing, swing.

Miðvikudagur 31. október
TUSK

Eðvarð Lárusson, guitar
Kjartan Valdemarsson, piano
Pálmi Gunnarsson, bass
Birgir Baldursson, drums

Hljómsveitin TUSK hefur starfað frá árinu 2012. Drifkraftur þessa samstarfs hefur frá upphafi verið þráin eftir að spinna óheft flæði sem þó byggir á hryn, melódíu og harmóníu. Þetta er ekki frídjass í hefðbundinni merkingu, heldur sækja spilararnir hver í sinn reynslubanka þar sem liggja fjársjóðir á forsendum klassískur, djasstónlistar, rokks og popps.

TUSK has been around since 2012. The driving force behind the collaboration of four veteran Icelandic musicians comes from the players’ passion to brew a listenable improv using melody, harmony and rhythm, influenced by classical music, jazz, rock and pop music.

Föstudagur 2. nóvember
Mitt bláa hjarta, útgáfutónleikar

Bogomil Font, Elín Harpa, Guðlaug Ólafsdóttir, KK, Kristjana Stefánsdóttir, María Magnúsdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rakel Sigurðadóttir, Sigga Eyrún, Unnur Sara Eldjárn, vocals

Karl Olgeirsson, piano and vocals
Ásgeir J. Ásgeirsso, guitar
Þorgrímur Jónsson, bass
Magnús Trygvason Eliassen, drums
Snorri Sigurðarson, trumpet
Haukur Gröndal, saxophone
Jóel Pálsson, saxophone

Karl Olgeirsson er að gefa út plötuna Mitt bláa hjarta sem inniheldur 14 nýja jazzsöngva og því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar á Múlanum. Auk hljóðritana fást lögin í nótnabók. Sannkölluð tónlistarveisla þar sem spriklandi nýr jazz verður framreiddur við kertaljós í hinum fallegu Björtuloftum í Hörpu.

Composer and pianist Karl Olgeirsson just released his vocal jazz album Mitt bláa hjarta (My Blue Heart), a collection of 14 new jazzsongs and a book with the sheet music as well. An exciting jazz concert with many of Iceland’s beloved artists performing brand new songs in the delightful setting of Björtuloft in Harpa.

Miðvikudagur 7. nóvember
Íslandskvartett Chris Speed

Chris Speed, clarinet and saxophone
Óskar Guðjónsson, saxophone
Skúli Sverrisson, electric bass
Matthíasi M. D. Hemstock, drums

Bandaríski saxófónleikarinn Chris Speed kemur fram á tónleikum ásamt kvartetti sínum. Meginhluti efnisskrár tónleikana mun byggja á lögum eftir Chris Speed en einnig verða flutt lög eftir Skúla og Óskar. Skúli og Chris hafa starfað saman um árabil m.a. í hljómsveitunum “Yeah, No” og “Pachora”.

The American tenor saxophone/clarinet player, Chris Speed will be performing with an Icelandic band at Múlinn Jazz Club. The core of the program will be compositions by Mr. Speed alongside songs by Skúli and Óskar. Skúli and Chris have collaborated for many years in bands like Pachora and Yeah No.

Miðvikudagur 14. nóvember
Jónsson/Wettre kvintett

Petter Wettre, saxophone
Ólafur Jónsson, saxophone
Agnar Már Magnússon, piano
Þorgrímur Jónsson, bass
Scott McLemore, drums

Norski saxófónleikarinn Petter Wettre er sérstakur gestur á þessum tónleikum en hann er vel þekktur heima fyrir og á aþjóðlegri vísu. Dagskrá tónleikana verður bland af lögum eftir saxófónleikarana ásamt verkum úr amerísku söngbókinni.

Norwegian saxophonist Petter Wettre is a special guest this evening, he is well-known both at home and internationally. The program of the concert will be songs by the saxophonists, along with pieces from the American Songbook.

Föstudagur 16. nóvember
Bjössi Thor og Hera Björk

Hera Björk, vocals
Björn Thoroddsen, guitar
Jóhann Ásmundsson, electric bass
Sigfús Óttarsson, drums

Bjössi Thor og Hera Björk eru flestum íslendingum að góðu kunn…bara soldið úr sitthvorri áttinni. Þetta verða tónleikar með dassi af sögum, söngvum og sólóum í flestum stílum þannig að einhverjir ættu að geta lygnt aftur augum, brosað út í annað, dillað sér ögn og haft gaman af.

Award-winning Icelandic musician Björn Thoroddsen is leading his band with a special guest vocalist Hera Björk. There will be jazz, funk and blues and maybe a little Eurovison-jazz.

Miðvikudagur 21. nóvember
Tómas Jónsson tríó

Tómas Jónsson, Rhodes piano and synthesizer
Rögnvaldur Borgþórsson, guitar
Magnús Tryggvason Elíassen, drums

Tríóið spilar tónlist eftir Tómas í opnum útsetningum.

The trio plays music by Tómas in open-ended arrangements.

Föstudagur 30. nóvember
Trans-Atlantic Alliance

Phil Doyle, saxophone
Hilmar Jensson, guitar
Arnold Ludvig, electric bass
Einar Scheving, drums

Það má segja að það sem tengi hinn nýstofnaða kvartett saman sé í raun Norður-Atlantshafið. Ísland, Færeyjar og Bandaríkin mætast á miðri leið og munu þeir félagar leika lög eftir meðlimi kvartettsins, auk annara uppáhaldslaga.

The band is a collective of four musicians, connected by the North Atlantic Ocean, saxophonist Doyle (USA), guitarist Jensson (Ice), bassist Ludvig (Faroe Islands), and drummer Scheving (Ice). The quartet will play a mixture of members’ own compositions, as well as their favorite songs.

Miðvikudagur 5. desember
Rógvi kvintett

Sigurður Flosason, saxophone
Leivur Thomsen, guitar
Kjartan Valdemarson, piano
Arnold Ludvig, electric bass
Rógvi á Rógvu, drums

Hljómsveit trommuleikarans Rógvi á Rógvu, sem er samstarfsverkefni tónlistarmanna frá Færeyjum og Íslandi, var sett saman árið 2017 til að hljóðrita tónlist hans sem kom út sama ár. Lagasmíðarnar hafa yfir sér norrænan blæ þó að áhrif amerísku söngbókarinnar og tónlist karíbahafsins séu augljós.

Rógvi Quintet Is a Farose/Icelandic project, wich Rógvi put together in 2017 and recorded an album, with music written by Rógvi. The compositions are in the Nordic jazz category, with an inspiration from the american songbook and afro cuban music.

Miðvikudagur 12. desember
Elskan mín góða hvað það er kalt úti!

Gísli Gunnar Didriksen, vocals
Rebekka Blöndal, vocals
Snorri Sigurðarson, trumpet
Kjartan Valdemarsson, piano
Gunnar Hrafnsson, bass
Scott McLemore, drums

Nú þegar svartasta skammdegið nálgast óðfluga og lægðirnar dynja á okkur eins og sleggjur á steðja, er þá ekki tilvalið að drífa sig inn úr hundslappadrífunni og ylja sér við smá jóladjass og krúttlegheit? Rebekka og Gísli hafa bæði sungið lengi, hvort sem er saman eða sitt í hvoru lagi. Á tónleikunum verða leikin vel þekkt jólalög í bland við lög sem Ella Fitzgerald og Louis Armstrong gerðu fræg.

As the dark days grow ever darker and the howling northern wind threatens to carry us off into the Atlantic-ocean, why not stop for a moment and warm yourself up to some lovely christmas jazz? Rebekka and Gísli have been singing, both separately and together, for quite some time now and aim to offer up a lovely evening of easy tunes and holiday atmosphere. The program will consist of well known standards and christmas tunes a la Ella Fitzgerald and Louis Armstrong.

Föstudagur 14. desember
Stína Ágústs og Marína Ósk, Norðurlandajólajazz

Marína Ósk, vocals
Stína Ágústs, vocals
Mikael Máni Ásmundsson, guitar
Leifur Gunnarsson, bass
Matthías M.D. Hemstock, drums

Jazzsöngkonurnar Stína Ágústs og Marína Ósk leiða nú saman jazzlykkjur sínar í fyrsta sinn og efna til jazzjólatónleika. Efnisskráin inniheldur þekkt og minna þekkt jólalög frá Norðurlöndunum, bæði íslensk og erlend, í jazzskotnum útsetningum. Þær eru báðar búsettar í Stokkhólmi og þar sem hugurinn leitar oft heim um jólin hafa þær samið íslenska texta við erlendu lögin, en bæði Stína og Marína hafa gefið út jazzplötur á síðustu 3 árum með íslenskum textum eftir þær sjálfar.

Stockholm based jazz vocalists Stína Ágústs and Marína Ósk join forces for the first time in a Christmas jazz concert. They’ve put together a program consisting of known and lesser known Nordic Christmas songs with new Icelandic lyrics, but both singers have released jazz albums in the last 3 years with self written lyrics.