Mikil­væg­is­greining

Stýrihópur í samfélagsábyrgð vann að greiningu á helstu hagaðilum félagsins og helstu snertiflötum við starfsemina með stuðningi sjálfbærniráðgjafa. Það er mikilvægt fyrir innleiðingu á UFS mælikvörðum að það sé búið að kortleggja hvaða hagaðilar eiga mestra hagsmuna að gæta tengt starfsemi félagsins það er forsenda góðra samskipta og árangursríkar innleiðingu á sjálfbærnistefnu. Samtal við hagsmunaaðila er grunnur mikilvægisgreiningar á áherslum starfseminnar er varðar sjálfbærniþætti. Mikilvægisgreining hófst síðla árs 2022 og er fyrirhugað að eiga samtal við lykilhagaðila á næstu tveimur árum.