Jafn­launa­stefna

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf. hefur innleitt jafnlaunastefnu sem tekur til allrar starfsemi samstæðunnar. Hér að neðan má finna upplýsingar um stefnuna og hvað fellur undir hana.

Það er stefna Hörpu að launaákvarðanir séu byggðar á málefnalegum forsendum og tryggt sé að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. Til grundvallar launaákvörðunum liggja kjarasamningar, flokkun starfa og starfslýsingar. Laun taka mið af eðli verkefna, ábyrgð, menntun og starfsreynslu sem krafist er auk frammistöðu í starfi (t.d. frumkvæði og samskiptahæfni). Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar í samráði næsta yfirmanns, fjármálastjóra og mannauðsstjóra.

Til þess að fylgja stefnunni eftir og uppfylla lög um launajafnrétti hefur Harpa skuldbundið sig til að:  Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.

  • Framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og kanna hvort kynbundinn launamunur greinist. 
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Framkvæma innri úttekt, rýna kerfið og árangur þess árlega með stjórnendum.  
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega af yfirstjórn að þeim sé hlýtt.
  • Kynna jafnlaunastefnuna og niðurstöður launagreiningar fyrir starfsmönnum Hörpu árlega. 
  • Gera jafnlaunastefnuna aðgengilega á ytri og innri vef Hörpu.  

Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu Hörpu og að henni sé framfylgt. Mannauðsstjóri er ábyrgðaraðili jafnlaunakerfisins og ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn IST 85.

Tengt efni

Jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun
Jafnlaunavottun