Græn stefna

Í nóvember 2015 undirritaði forstjóri Hörpu yfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar í loftlagsmálum sem var kynnt á Parísarráðstefnunni um loftlagsmál í desember sama ár. Harpa hefur markað stefnu sína í loftlagsmálum fram til ársins 2030.

Endurnýtanleg orka

 • Nánast öll orka sem íslensk heimili og fyrirtæki nota er frá hreinum, endurnýjanlegum jarðhita- eða vatnsorkugjöfum.
 • Harpa er tengd við íslenska raforkukerfið, sem hefur eitt hæsta hlutfall nýtanlegs tíma í heiminum.
 • Framhlið byggingarinnar er úr gleri sem dregur verulega úr kostnaði við lýsingu.

Endurvinnsla

 • Allt sorp í Hörpu er flokkað og allt endurvinnanlegt sorp sent til endurvinnslu. 

Einstök vatnsgæði

 • Vatnið sem notað er í Hörpu er frá drykkjarvatnslindum í nágrenni Reykjavíkur. Þetta vatn er einstakt að gæðum og þarfnast engrar meðhöndlunar áður en því er dreift til neytenda.

Viðhald og þrif

 • Öll hreinsiefni sem notuð eru í Hörpu eru með Svansmerkinu, sem er þekkt og virt umhverfis­vottunarmerki á Norðurlöndunum.

Meðferð matvæla og drykkja

 • Veisluþjónustan okkar skiptir aðeins við birgja sem stunda vistvæna viðskiptahætti og notar aðeins ferskt, íslenskt hráefni.
 • Við gefum allar umframbirgðir af matvælum til góðgerðarsamtaka.

Markmið fyrir árið 2030

 • Hlutfall endurvinnanlegs úrgangs verði 75%.
 • Hlutdeild vistvænni ferðamáta til og frá vinnu verði 30%.
 • Kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda sem ekki er hægt að koma í veg fyrir.

Við vinnum markvisst með umhverfismarkmið Sameinuðuþjóðanna sem eru hluti af „Áætlun 2030“ en 193 lönd hafa skrifað undir umhverfismarkmiðin.

Markmið fyrir árið 2030